Er metanvæðingin óttalegt prump? Ottó Elíasson skrifar 17. júlí 2023 13:00 Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Þrátt fyrir þetta hafa innviðir rýrnað og framleiðslan á metani frá aflögðum urðunarstað á Glerárdal ofan Akureyrar hefur verið til vandræða. Þá hefur Akureyrarbær nýverið tekið ákvörðun um að veðja ekki lengur á metan-hestinn fyrir strætisvagna bæjarins, því hann er orðinn einsog Sörli eftir Skúlaskeið, með blóðga leggi og brostin lungu, og vonlegt er að hann detti dauður niður á bökkum Glerár innan örfárra ára. Í sömu andrá ber framkvæmdastjóri FÍB af því fregnir að örfáir metanbílar hafi verið fluttir inn til landsins uppá síðkastið, og skýrist þetta fyrst og fremst af fátæklegum innviðum. Það er sannarlega dapurlegt ef það verður niðurstaðan að metan-stöðinni á Akureyri verði á endanum lokað, og ekki verði lengur unnt að aka landshluta á milli á þessum ágæta orkugjafa. En hvað er málið með þetta metan? Við sem samfélag gætum auðvitað tekið ákvörðun um að hætta þessu metan-brasi og fasað þá tækni út hérlendis, þetta er kannski bara deyjandi tækni, einsog látið var í veðri vaka í nýlegri frétt á RÚV? Eigum við ekki nóg rafmagn í rafbílaflotann? Okkur gengur nú ágætlega að kaupa rafbíla, við flytjum jú inn næstflesta rafbíla í heimi (m.v. höfðatölu), og það er sannarlega hið besta mál. En þrátt fyrir aukin innkaup á rafbílum stefnir í að við sláum met í olíuinnflutningi til landsins í ár. Árlega brennum við nefnilega um milljón tonnum af olíu til að knýja áfram samfélagið. Það samsvarar um 1000 Laugardalslaugum á hverju ári. Þrjár laugar á dag, í ljósum logum. Ein frá miðnætti fram að hádegi, önnur frá hádegi fram yfir kvöldfréttir sjónvarps og sú þriðja aftur fram að miðnætti. Til að ná markmiðum okkar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þurfum við að trappa niður notkun okkar um 60 Laugardalslaugar á ári. Það er ærið verkefni. Því þótt rafbílaumskiptin gangi ágætlega er af nógu að taka þegar kemur að orkuskiptum. Sem samfélag höfum við ekki efni á því að glutra niður tækifærum til orkuskipta. Metanið er einföld og þekkt leið, þótt hún þyki kannski pínu gamaldags og ekki alveg jafn rennileg og glansandi Tesla. Metan verður áfram að vera hluti af eldsneytisflórunni á Íslandi. Það er einmitt stefnan á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Framleiðsla á metangasi úr lífmassa hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 10 árum í Evrópu. Með REPowerEU orkustefnu ESB, er ráðgert að tífalda framleiðslu á metangasi fyrir árið 2030. Þó það gæti orðið snúið í sjálfu sér að ná því markmiði, er alveg ljóst að metangas mun gegna þónokkru hlutverki í orkuskiptum í Evrópu, og því ætti það ekki líka að geta gengið hér? Ennfremur má benda á að lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins. Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn. Höfundur er rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Akureyri Sorphirða Orkumál Sorpa Bensín og olía Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Þrátt fyrir þetta hafa innviðir rýrnað og framleiðslan á metani frá aflögðum urðunarstað á Glerárdal ofan Akureyrar hefur verið til vandræða. Þá hefur Akureyrarbær nýverið tekið ákvörðun um að veðja ekki lengur á metan-hestinn fyrir strætisvagna bæjarins, því hann er orðinn einsog Sörli eftir Skúlaskeið, með blóðga leggi og brostin lungu, og vonlegt er að hann detti dauður niður á bökkum Glerár innan örfárra ára. Í sömu andrá ber framkvæmdastjóri FÍB af því fregnir að örfáir metanbílar hafi verið fluttir inn til landsins uppá síðkastið, og skýrist þetta fyrst og fremst af fátæklegum innviðum. Það er sannarlega dapurlegt ef það verður niðurstaðan að metan-stöðinni á Akureyri verði á endanum lokað, og ekki verði lengur unnt að aka landshluta á milli á þessum ágæta orkugjafa. En hvað er málið með þetta metan? Við sem samfélag gætum auðvitað tekið ákvörðun um að hætta þessu metan-brasi og fasað þá tækni út hérlendis, þetta er kannski bara deyjandi tækni, einsog látið var í veðri vaka í nýlegri frétt á RÚV? Eigum við ekki nóg rafmagn í rafbílaflotann? Okkur gengur nú ágætlega að kaupa rafbíla, við flytjum jú inn næstflesta rafbíla í heimi (m.v. höfðatölu), og það er sannarlega hið besta mál. En þrátt fyrir aukin innkaup á rafbílum stefnir í að við sláum met í olíuinnflutningi til landsins í ár. Árlega brennum við nefnilega um milljón tonnum af olíu til að knýja áfram samfélagið. Það samsvarar um 1000 Laugardalslaugum á hverju ári. Þrjár laugar á dag, í ljósum logum. Ein frá miðnætti fram að hádegi, önnur frá hádegi fram yfir kvöldfréttir sjónvarps og sú þriðja aftur fram að miðnætti. Til að ná markmiðum okkar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þurfum við að trappa niður notkun okkar um 60 Laugardalslaugar á ári. Það er ærið verkefni. Því þótt rafbílaumskiptin gangi ágætlega er af nógu að taka þegar kemur að orkuskiptum. Sem samfélag höfum við ekki efni á því að glutra niður tækifærum til orkuskipta. Metanið er einföld og þekkt leið, þótt hún þyki kannski pínu gamaldags og ekki alveg jafn rennileg og glansandi Tesla. Metan verður áfram að vera hluti af eldsneytisflórunni á Íslandi. Það er einmitt stefnan á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Framleiðsla á metangasi úr lífmassa hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 10 árum í Evrópu. Með REPowerEU orkustefnu ESB, er ráðgert að tífalda framleiðslu á metangasi fyrir árið 2030. Þó það gæti orðið snúið í sjálfu sér að ná því markmiði, er alveg ljóst að metangas mun gegna þónokkru hlutverki í orkuskiptum í Evrópu, og því ætti það ekki líka að geta gengið hér? Ennfremur má benda á að lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins. Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn. Höfundur er rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar