Mósambík

Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner
Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu.

Annað fárviðri á skömmum tíma skekur Madagaskar
Mikil neyð ríkir í Madagaskar eftir að fellibylurinn Batsirai reið yfir eyjuna í síðustu viku en í fárviðrinu fórust 120 íbúar. Þetta er annar fellibylurinn sem skellur á landinu á innan við tveimur vikum. UN Women vekur athygli á því að fellibylurinn hafi valdið miklu tjóni á eignum, innviðum og ræktarlandi á eyjunni, þar sem um 77 prósent íbúanna lifa þegar undir fátækramörkum.

Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík.

Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður
Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021.

Hjálparstarf hafið í Malaví í kjölfar ofsaveðurs
Hjálparstarf er hafið á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví til aðstoðar við þúsundir íbúa sem misstu heimili sín í veðurofsanum af völdum heitabeltisstormsins Ana í síðustu viku. Talið er að um hundrað manns hafi farist í ofveðrinu og flóðunum sem því fylgdi, þar af 33 í Malaví.

Tugir látnir óveður sem gekk yfir suðausturhluta Afríku
Tugir eru látnir eftir óveður sem gekk yfir þrjú Afríkuríki í vikunni og olli miklu tjóni.

Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt
Rétt um 200 milljónir barna búa á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum.

Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn
Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn.

Hrottalegt fjöldamorð í Mósambík
Öfgamenn myrtu að minnsta kosti 52 almenna borgara í norðurhluta Mósambík.

Klósett er munaður þeirra efnameiri í heiminum
Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði.

Gríðarlegar hörmungar í Mósambík
Heilu bæirnir eru í rúst í Mósambík og að minnsta kosti fimm eru látin af völdum hitabeltislægðarinnar Kenneth, sem gekk þar á land í síðustu viku.

Fellibylurinn máði þorp af yfirborði jarðar
Hjálparstarfsmenn segja að engu sé líkara en að jarðýtu hafi verið ekið yfir þorp á norðausturströnd Mósambík.

Björgunarstarf gengur erfiðlega í Mósambík
Annar stóri fellibylurinn á aðeins um mánuði gekk yfir Mósambík á fimmtudagskvöld. Óttast er að þúsundir sitji fastir í afskekktum þorpum.

Annar manndrápsstormur skellur á Mósambík
Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hitabeltislægðin Kenneth gekk á land í Mósambík á fimmtudag. Frá þessu greindu stjórnvöld í Afríkuríkinu í gær.

Annar fellibylur hrellir Mósambík
Fellibylurinn Kenneth hefur gengið á land í Mósambík, sem enn er í sárum eftir að öflugur hvirfilbylur reið yfir landið í mars síðastliðnum.

Mósambísk kona kom barni í heiminn uppi í tré
Konan hafði leitað skjóls í trénu vegna mikilla flóða sem urðu í kjölfar fellibylsins Idai.

25 milljónir til björgunarstarfa í Mósambík og Malaví
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 25 milljónum íslenskra króna til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví.

Kólera greinist í Mósambík eftir fellibylinn Idai
Þarmasýkingin Kólera hefur greinst í Afríkuríkinu Mósambík í kjölfar fellibylsins Idai sem fór yfir landið í síðustu viku

Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri
Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum.

Eyðilegging í Mósambík og Simbabve eftir fellibylinn Idai
Rauði krossinn telur að alllt að 90% hafnarborgarinnar Beira í Mósambík hafi skemmst eða eyðilagst í fellibylnum í síðustu viku.