Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður Heimsljós 11. febrúar 2022 12:08 WFP/Theresa Piorr Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021. Ísland veitir árleg kjarnaframlög til stofnunarinnar auk viðbótarframlaga vegna neyðartilvika. Í fyrra námu heildarframlög Íslands til WFP vegna mannúðaraðstoðar 230 milljónum króna. Ástand mannúðarmála í heiminum hefur ekki verið verra frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að nú þurfi 285 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda samanborið við 135 milljónir fyrir tveimur árum. Af þessum fjölda eru 45 milljónir sem draga fram lífið við hungurmörk. Meginástæður er stríðsátök, loftslagsbreytingar og afleiðingar heimsfaraldursins. Ísland hefur haft nýsköpun að leiðarljósi í samstarfinu við WFP. Þannig hefur Ísland fjármagnað smærri tilraunaverkefni, til dæmis í Malaví og Mósambík sem þykja hafa gefið góða raun og hafa í kjölfarið verið tekin upp í öðrum löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Mósambík Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent
Ísland veitir árleg kjarnaframlög til stofnunarinnar auk viðbótarframlaga vegna neyðartilvika. Í fyrra námu heildarframlög Íslands til WFP vegna mannúðaraðstoðar 230 milljónum króna. Ástand mannúðarmála í heiminum hefur ekki verið verra frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að nú þurfi 285 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda samanborið við 135 milljónir fyrir tveimur árum. Af þessum fjölda eru 45 milljónir sem draga fram lífið við hungurmörk. Meginástæður er stríðsátök, loftslagsbreytingar og afleiðingar heimsfaraldursins. Ísland hefur haft nýsköpun að leiðarljósi í samstarfinu við WFP. Þannig hefur Ísland fjármagnað smærri tilraunaverkefni, til dæmis í Malaví og Mósambík sem þykja hafa gefið góða raun og hafa í kjölfarið verið tekin upp í öðrum löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Mósambík Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent