Búrkína Fasó

Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina
Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020.

Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó
Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins.

Stjórnvöld segja valdarán ekki yfirvofandi
Skothvellir heyrðust víða í nótt í Afríkuríkinu Búrkína Fasó. Meðal annars hefur skotum verið hleypt af í grennd við forsetahöll landsins en ríkisstjórnin segir þó að valdarán sé ekki yfirvofandi.

Felldu leiðtoga ISIS í Sahel
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn.

Styrkur til uppbyggingar og atvinnusköpunar í Búrkína Fasó
Áveitan ehf. fær tæplega þrjátíu milljóna króna styrk meðal annars til byggingar íbúðarhúsnæðis og til að bæta aðgengi að vatni og ræktarlandi.

Vígamenn á barnsaldri myrtu yfir 130 íbúa
Vígamennirnir sem myrtu fleiri en 130 í þorpinu Solhan í norðausturhluta Búrkína Fasó fyrr í þessum mánuði voru flestir börn á aldrinum 12 til 14 ára. Þetta segja stjórnvöld í landinu og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Fleiri en 130 drepnir í árás vígamanna á þorp í Búrkína Fasó
Vopnaðir menn drápu fleiri en 130 manns í árás á þorpið Solhan í norðanverðri Búrkína Fasó í nótt. Þeir brenndu heimili fólks og markað þorpsins en ríkisstjórn landsins segir árásina þá verstu um árabil.

Börn í Búrkína Fasó fá reiðhjól frá Barnaheillum
Gámur af hjólum var sendur til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku.

Íslandi þakkaður stuðningur við Flóttamannastofnun
Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Hvergi í heiminum flosnar fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku

Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum
Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur skýra þetta alvarlega ástand

Sahel: Áheitaráðstefnan skilaði 240 milljörðum íslenskra króna
Alls söfnuðust tæplega 240 milljarðar íslenskra króna í áheitasöfnun Sameinuðu þjóðanna í vikunni til mannúðaraðstoðar á Mið-Sahelsvæðinu í Afríku.

80 milljónir króna í mannúðaraðstoð vegna neyðar á Sahel-svæðinu
Ísland leggur til 80 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Sérstök áheitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Mið-Sahelsvæðið fór fram í gær.

Styrkur til ABC barnahjálpar til að lýsa upp heimavistir í Búrkína Fasó
ABC barnahjálp hafa fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að rafvæða heimavistir og ýmiss önnur skólahús í borginni Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó

Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni
Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso.

Minnst tuttugu látnir í árás á nautgripamarkað
Minnst tuttugu hafa verið drepnir í austurhluta Búrkína Fasó í árás sem gerð var á nautgripamarkað í bænum Kompienga.

Fimm milljónir barna á Sahel-svæðinu þurfa neyðaraðstoð
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að hartnær fimm milljónir barna á Mið-Sahel svæðinu í Afríku þurfi á neyðaraðstoð að halda á árinu, vegna fjölgunar árása.

Fjórtán létust í árás á rútu í Búrkína Fasó
Fjórtán eru látnir og fjórir særðir eftir árás á rútu í norð-vestur hluta afríkuríkisins Búrkína Fasó í dag.

35 létu lífið hryðjuverkaárás í Búrkína Fasó
Af þeim 35 sem létust er 31 kona.

Mannskæð skotárás í kirkju í Búrkína Fasó
Minnst 14 eru látin eftir skotárás í kirkju í þorpinu Hantoukoura í austurhluta Búrkína Fasó í dag.

Vígamenn mala gull í Afríku
Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu.