Stjórnsýsla

Fréttamynd

Vega­gerðin geti ekki metið upp á sitt eins­dæmi hvaða gögn eigi erindi

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið telur sleipi­efnið vera lækninga­tæki

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur stað­fest á­kvörðun Lyfja­stofnunar um stöðvun á sölu sleipi­efnisins Astrog­li­de Per­sonal Lubricant og inn­köllun þess. Ráðu­neytið telur rétt hjá Lyfja­stofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir ó­á­nægju við ráð­herra

Bæjar­stjóri Vest­manna­eyja­bæjar hefur lýst yfir ó­á­nægju við dóms­mála­ráð­herra yfir því að sýslu­maður á Suður­landi hefur tíma­bundið verið settur sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum. Bæjar­stjórn lýsti síðast yfir ó­á­nægju vegna þessa fyrir­komu­lags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019.

Innlent
Fréttamynd

Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“

Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“.

Innlent
Fréttamynd

Batnandi á­stand í Venesúela rétt­læti brott­vísanir

Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela.

Innlent
Fréttamynd

Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar

Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Það skiptir engu máli hvar verk­efnin eru unnin“

Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna

Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sport­veiði­maður og full­viss um stuðning Ís­lendinga

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir blaða­menn mitt í sjó­kvía­eldis­ham­förum á Ís­landi

Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Lista­safnið mögu­lega í gamla Lands­banka­húsið

Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Innlent
Fréttamynd

Um­boðs­maður sendir Ás­mundi bréf vegna sam­einingar

Um­boðs­maður barna hefur sent Ás­mundi Einari Daða­syni, mennta-og barna­mála­ráð­herra bréf vegna sam­einingar Mennta­skólans á Akur­eyri og Verk­mennta­skóla Akur­eyrar. Óskar um­boðs­maður eftir upp­lýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hags­muni barna og hvort nem­endur hafi fengið að koma sjónar­miðum á fram­færi.

Innlent