Stjórnsýsla

Bein útsending: Nýr vefur með öllum reglugerðum kynntur
Dómsmálaráðuneytið og Stafrænt Ísland kynna í dag nýjan reglugerðarvef á Ísland.is þar sem hægt er að sjá nýjustu útgáfu af öllum gildandi reglugerðum.

Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt
Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs
Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina.

Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar.

Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“
Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið.

Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS
Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins.

Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika
Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika.

„Kostningar“ kennara
Kennarasambandið í erfiðleikum með blessaða stafsetninguna.

Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19
Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu.

Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni
Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar.

Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu
Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár.

Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“
Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén.

Dr. Football sektaður um hálfa milljón
Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar.

Aðalatriðið að fara ekki í „ásakanaleik fram og til baka“
Prófessor segir að óreiða í kringum endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi geti rýrt traust kjósenda á stjórnmálum. Aldrei muni nást algjör sátt um niðurstöðuna.

Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmum
Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul.

Karl Axelsson hæstaréttardómari orðinn prófessor við HÍ
Karl Axelsson, dómari við Hæstarétt, er orðinn prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Undanfarið hafa dómarar við réttinn sætt gagnrýni vegna aukastarfa sinna utan dómstólanna og töluverð umræða skapast um það fyrirkomulag.

Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni
Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins.

Einfalda þarf regluverk um vindorku
Vindmyllur hafa heldur betur „sótt í sig veðrið“ undanfarin ár og misseri. Tæknin er þó síður en svo ný af nálinni, en vindmyllur hafa malað korn, hamrað járn og veitt vatni á akra í yfir 2.000 ár.

Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun.

Borgar Þór í stöðu Árna Páls hjá Uppbyggingasjóði EES
Borgar Þór Einarsson mun taka við stöðu varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES í Brussel. Borgar Þór var tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum og stjórn sjóðsins tók þá ákvörðun að ráða hann.

Húsbílaeigenda óheimilt að leggja í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss
Kærunefnd húsamála telur að konu sé óheimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss sem hún býr í. Húsbílnum hafði verið lagt í einu sameiginlegra bílastæða sex íbúða fjölbýlishúss þar sem hann hafi lengi staðið óhreyfður og varð til þess að aðrir íbúar leituðu til nefndarinnar.

„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút.

Bubbi segist niðurbrotinn enda traustið horfið
Bubbi Morthens tónlistarmaður, sá sem sagður hefur verið í hvað bestum tengslum allra við sjálfa þjóðarsálina með verkum sínum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki lengur treysta kosningakerfinu á Íslandi.

Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið
Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin.

Hermann Sæmundsson skipaður skrifstofustjóri
Hermann Sæmundsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Skipunin er til fimm ára.

María og Sigríður skipaðar dómarar
Dómsmálaráðherra hefur skipað Maríu Thejll í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. október 2021 og Sigríði Rut Júlíusdóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur frá sama degi.

Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum
Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Framtíðarráðuneyti?
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni.

Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessastaða til skoðunar
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar.

Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar
Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg.