

Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár.
Framkvæmdir við Hvalárvirkjun á Ströndum gætu hafist eftir tvö ár, að mati forstjóra HS Orku. Það er þó háð því að tilskilin leyfi verði fengin fyrir nauðsynlegum háspennulínum.
Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga.
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess.
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi.
Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi.
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum.
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma.
VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku, sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Báðir starfsmenn missa vinnuna að sögn framkvæmdastjórans.
Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016.
Dómsmáli sem landeigendur Drangavíkur á Ströndum höfðuðu vegna Hvalárvirkjunar hefur verið vísað frá. Dómurinn dæmdi kærendur jafnframt til þess að greiða Árneshreppi og Vesturverki samtals 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Samgönguráðuneytið hefur hafnað kröfu hluta landeigenda Seljaness í Árneshreppi um að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegar yrði felld úr gildi.
Framkvæmdirnar eru til komnar vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar og eru þær umdeildar.
Umræðan um Hvalárvirkjun er um margt sérstök en verst finnst mér hversu oft er farið með rangt mál. Vil ég hér reyna að varpa ljósi á nokkrar staðreyndir um virkjunaráformin og raforkuöryggi Vestfjarða.
Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt.
Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt
Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag.
Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu.
Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar.
Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði.
Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu.
Framkvæmdastjóri Vesturverks telur litlar líkur á að fundurinn stöðvi framkvæmdir.
Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum.
Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi.
Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar.
Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár.
Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt.
Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum.