Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Frækinn sigur Dana dugði ekki til

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland 2-0 í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Það dugði ekki til sigurs í riðlinum þar sem Króatía lagði Austurríki 3-1 og er því komið í undanúrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Sviss gerði Portúgal greiða

Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Portúgal vann 4-0 stórsigur á Tékklandi á meðan Sviss vann óvæntan 2-1 sigur á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrir­liði Manchester United

Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Per­sónu­lega fannst mér frammi­staðan vera skref í rétta átt“

„Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Eng­land getur ekki skorað og er fallið úr A-deild

Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark.

Fótbolti
Fréttamynd

Lék sinn fyrsta landsleik 38 ára og hélt hreinu

Hollendingar héldu sæti sínu á toppi riðils fjögur í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta er liðið vann 0-2 útisigur gegn Pólverjum í kvöld. Hinn 38 ára gamli Remko Pasveer stóð vaktina í marki Hollendinga, en hann var að leika sinn fyrsta landsleik á ferlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið

Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnari frjálst að velja Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Staða Arnars ekkert breyst: „Ég sá greinilegar framfarir“

„Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Sögu­legt tap Eng­lands

Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd.

Fótbolti