Microsoft

Vandræði með netþjónustur Microsoft
Bandaríski tæknirisinn Microsoft rannsakar nú bilun sem varð í netþjónustu fyrirtækisins í morgun. Fjölmargir hafa átt í vandræðum með að tengjast þjónustum á borð við Teams og Outlook.

Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin.

Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing
Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google.

Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum.

Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft
Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira.

Listaverkasafn stofnanda Microsoft selt fyrir metfé í þágu góðgerðarmála
Listaverkaverkasafn í eigu Paul Allens heitins, annars stofnanda Microsoft, er nú í söluferli hjá uppboðshaldaranum Christies.

Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika
Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta.

Bill Gates heitir því að detta af listanum yfir auðugustu menn heims
Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Bill Gates hefur heitið því enn og aftur að gefa auðæfi sín og segist stefna að því að detta af listum yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Eins og stendur er hann í fjórða sæti, á eftir Elon Musk, Jeff Bezos og Bernard Arnault og fjölskyldu.

Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft
Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift.

„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“
Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku.

Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Sony kaupir leikjarisann Bungie
Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna.

Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation
Forsvarsmenn Sony, framleiðendur PlayStation leikjatölvunnar, segjast búast við því að Microsoft muni standa við samninga og tryggja áfram að tölvuleikir Activision Blizzard verði áfram aðgengilegir á PlayStation.

Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum
Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis.

Leikjarisar sameinast: Microsoft kaupir Activision Blizzard
Forsvarsmenn Microsoft hafa skrifað undir kaupsamning á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard fyrir 68,7 milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það tæpum níu billjónum króna eða níu þúsund milljörðum.

Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum
Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum.

Gates hafi verið ráðlagt að láta af óviðeigandi tölvupóstsamskiptum
Yfirmenn hjá Microsoft eru sagðir hafa ráðlagt Bill Gates að hætta kynferðislegum tölvupóstsamskiptum við kvenkyns starfsmann fyrirtækisins árið 2008.

Ný útgáfa Windows nú aðgengileg notendum að endurgjaldslausu
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gaf í gær út nýjustu útgáfuna af Windows-stýrikerfi sínu sem ber heitið Windows 11. Um er að ræða nokkuð umfangsmikla uppfærslu sem verður aðgengileg flestum notendum Windows 10 að endurgjaldslausu.

Gates harmar samskiptin við Epstein
Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála.

Saka kínversk yfirvöld um umfangsmikla tölvuárás á Microsoft
Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári.