Viðskipti erlent

Setja gervigreind í farþegasætið á netinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Satay Nadella, forstjóri Microsoft.
Satay Nadella, forstjóri Microsoft. Microsoft/Dan DeLong

Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur.

Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala.

Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum.

Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu.

Hægt verður að ræða við spjallþjarka Microsoft og fá ítarlegri svör en aðgengileg eru í dag.Microsoft

Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing en þær fregnir voru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google, sem rekur samnefnda leitarvél, þá vinsælustu í heimi.

Sjá einnig: Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing

Áhugasamir munu geta skoðað nýju útgáfu Bing með því að sækja sérstaka útgáfu af vafranum sem kallast Edge Dev hér á síðu Microsoft. Finna má leiðbeiningar hér.

Gervigreindartækni Microsoft verður aðgengileg í sérstakri hliðarstiku í Edge, þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá viðbótarupplýsingar um vefsvæði og skjöl sem verið er að skoða. Einnig verður hægt að ræða við spjallþjarkann og hann getur þar að auki hjálpað manni við að skrifa tölvupósta og skipuleggja ferðalög, svo eitthvað af því sem fram kemur í tilkynningu Microsoft sé nefnt.

Gervigreindartækni Microsoft mun verða aðgengileg í hliðarstiku í vafranum Edge.Microsoft

Google kynnti eigin gervigreind

Forsvarsmenn Google kynntu í gær eigin gervigreindartækni sem kallast Bard. Hún svipar mikið til ChatGPT og er markmiðið að tengja hana við leitarvélina Google. Bard á að geta

Bard á að verða aðgengilegur almennum notendum á komandi vikum.


Tengdar fréttir

Gervi­greind fram­leiddi heila aug­lýsinga­her­ferð Advania

Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 

Fólk farið að nota OpenAl gervi­greindina í sam­tals­með­ferðum

Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn.

Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag

Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta.

Verður gervigreind banabiti heimalærdóms?

Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×