Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala.
Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum.
Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu.

Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing en þær fregnir voru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google, sem rekur samnefnda leitarvél, þá vinsælustu í heimi.
Sjá einnig: Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing
Áhugasamir munu geta skoðað nýju útgáfu Bing með því að sækja sérstaka útgáfu af vafranum sem kallast Edge Dev hér á síðu Microsoft. Finna má leiðbeiningar hér.
Gervigreindartækni Microsoft verður aðgengileg í sérstakri hliðarstiku í Edge, þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá viðbótarupplýsingar um vefsvæði og skjöl sem verið er að skoða. Einnig verður hægt að ræða við spjallþjarkann og hann getur þar að auki hjálpað manni við að skrifa tölvupósta og skipuleggja ferðalög, svo eitthvað af því sem fram kemur í tilkynningu Microsoft sé nefnt.

Google kynnti eigin gervigreind
Forsvarsmenn Google kynntu í gær eigin gervigreindartækni sem kallast Bard. Hún svipar mikið til ChatGPT og er markmiðið að tengja hana við leitarvélina Google. Bard á að geta
Bard á að verða aðgengilegur almennum notendum á komandi vikum.
2/ Bard seeks to combine the breadth of the world's knowledge with the power, intelligence, and creativity of our large language models. It draws on information from the web to provide fresh, high-quality responses. Today we're opening Bard up to trusted external testers. pic.twitter.com/QPy5BcERd6
— Sundar Pichai (@sundarpichai) February 6, 2023