Microsoft fær loksins að kaupa Activision Blizzard Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. október 2023 13:40 Um er að ræða stærsta samrunann í sögu tölvuleikjabransans. Jaap Arriens/NurPhoto/Getty Images Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur fest kaup á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Um er að ræða stærstu kaupin í sögu leikjabransans. Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Íbúðaverð lækkar í fyrsta sinn frá janúar Viðskipti innlent Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Viðskipti innlent Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Viðskipti innlent Hagkerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hagvexti næstu ár Viðskipti innlent Bein útsending: Ný þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans Viðskipti innlent Rúnar ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskipti Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Viðskipti innlent Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Viðskipti innlent Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds.
Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Íbúðaverð lækkar í fyrsta sinn frá janúar Viðskipti innlent Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Viðskipti innlent Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Viðskipti innlent Hagkerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hagvexti næstu ár Viðskipti innlent Bein útsending: Ný þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans Viðskipti innlent Rúnar ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskipti Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Viðskipti innlent Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Viðskipti innlent Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira