Microsoft fær loksins að kaupa Activision Blizzard Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. október 2023 13:40 Um er að ræða stærsta samrunann í sögu tölvuleikjabransans. Jaap Arriens/NurPhoto/Getty Images Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur fest kaup á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Um er að ræða stærstu kaupin í sögu leikjabransans. Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds.
Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira