Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:59 Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. EPA/CAROLINE BREHMAN Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna áfrýjaði í gær úrskurði dómara um að Microsoft mætti kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023 Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Viðskipti innlent Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Viðskipti innlent Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Viðskipti innlent United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023
Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Viðskipti innlent Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Viðskipti innlent Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Viðskipti innlent United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira