Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:59 Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. EPA/CAROLINE BREHMAN Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna áfrýjaði í gær úrskurði dómara um að Microsoft mætti kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023 Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023
Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira