Gjaldþrot

Fréttamynd

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur

Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ógreiddar kröfur rúmlega 120 milljónir

Ógreiddar kröfur í þrotabú bakarís Jóa Fel námu rúmlega 120 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 333 milljónum króna en samþykktar kröfur voru 140 milljónir. Tæpar tuttugu milljónir fengust upp í samþykktar kröfur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danny Guthrie gjaldþrota

Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið.

Fótbolti
Fréttamynd

Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent