Sker úr um hvort veitingamaður hafi mátt borga fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 28. maí 2024 12:47 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarleyfisbeiðni Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, í máli þrotabús veitingamannsins Einars Sturlu Möinichen á hendur félaginu. Landsréttur taldi Einar Sturlu ekki hafa mátt greiða CCEP 29 milljóna króna viðskiptaskuldi korter í gjaldþrot. Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Borgaði feita skuld Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Ítarlega var fjallað um dóm Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Engin dómaframkvæmd um skyldu til að kanna gjaldfærni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að CCEP hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á túlkun og beitingu greinar laga um gjaldþrotaskipt og fleira sem varðar heimild til riftunar á ráðstöfunum þrotamanns. Þá væru engin dæmi í dómaframkvæmd um sérstaka athafnaskyldu móttakanda greiðslu til að kanna stöðu þrotamanns við álíka aðstæður. Þessu til viðbótar reyni á réttmæti þess að innheimta skuld fyrirtækis hjá aðila sem gengist hafi undir sjálfskuldarábyrgð á greiðslu hennar. Slíkar ábyrgðir tíðkist í viðskiptum og miklu skipti að skýrt sé hvaða skyldur hvíli á skuldareiganda við álíka aðstæður. CCEP hafi einnig vísað til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Þá vísi félagið til þess að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng og að ekki hafi verið tekin fullnægjandi afstaða til málsástæðna í dómi Landsréttar. Í ákvörðunarorði segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um skýringu fyrrgreindar greinar laga um gjaldþrotaskipti og fleira. Dómsmál Gjaldþrot Veitingastaðir Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Borgaði feita skuld Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Ítarlega var fjallað um dóm Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Engin dómaframkvæmd um skyldu til að kanna gjaldfærni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að CCEP hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á túlkun og beitingu greinar laga um gjaldþrotaskipt og fleira sem varðar heimild til riftunar á ráðstöfunum þrotamanns. Þá væru engin dæmi í dómaframkvæmd um sérstaka athafnaskyldu móttakanda greiðslu til að kanna stöðu þrotamanns við álíka aðstæður. Þessu til viðbótar reyni á réttmæti þess að innheimta skuld fyrirtækis hjá aðila sem gengist hafi undir sjálfskuldarábyrgð á greiðslu hennar. Slíkar ábyrgðir tíðkist í viðskiptum og miklu skipti að skýrt sé hvaða skyldur hvíli á skuldareiganda við álíka aðstæður. CCEP hafi einnig vísað til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Þá vísi félagið til þess að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng og að ekki hafi verið tekin fullnægjandi afstaða til málsástæðna í dómi Landsréttar. Í ákvörðunarorði segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um skýringu fyrrgreindar greinar laga um gjaldþrotaskipti og fleira.
Dómsmál Gjaldþrot Veitingastaðir Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira