Viðskipti innlent

Fé­lag í eigu Quang Lé gjald­þrota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Quang Le var bæði einn umsvifamesti veitingamaður landsins auk þess að reka gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur.
Quang Le var bæði einn umsvifamesti veitingamaður landsins auk þess að reka gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur.

Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Quang Lé, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson fyrir rúmu ári, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við rekstur á veitingastöðum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu.

Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars eftir að lögregla réðst í miklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Auk hans sitja kærasta hans og bróðir í varðhaldi til 17. júní.

Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði fréttastofu fyrir tveimur vikum að rannsóknin væri umfangsmikil og erfið.


Tengdar fréttir

Telja að Qu­ang gæti spillt rann­sókninni gangi hann laus

Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út.

Gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni framlengt

Gæsluvarðhald yfir Quang Lé hefur verið framlengt af Héraðsdómi Reykjavíkur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun mars.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×