Innköllun

Vara við neyslu á kjúklingi vegna gruns um salmonellu
Grunur hefur komið upp um salmonellusmit í tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið framleiðir kjúkling fyrir Holta, Kjörfugl og Krónuna.

IKEA innkallar spegla
IKEA hefur ákveðið að innkalla LETTAN spegla til viðgerðar þar sem veggfestingarnar geta brotnað.

Kökudeig Evu Laufeyjar innkallað: „Gjörsamlega miður mín“
Katla hefur gefið út sölustöðvun og innköllun af markaði á smákökudeigi sem fyrirtækið framleiddi í samstarfi við Evu Laufey. Um er að ræða tvær tegundir af kökudeigi sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og seldist upp hjá framleiðanda. Fjölmargir hafa tjáð sig um deigið í nokkrum samfélagsmiðlahópum og sagt frá hræðilegri lykt sem gýs upp þegar það er tekið úr umbúðunum. Eva Laufey segist miður sín vegna málsins.

Innkalla grísahakk vegna beinflísa
Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hefur Stjörnugrís ákveðið að taka úr sölu og innkalla Grísahakk frá Stjörnugrís.

Innkalla hættulegan stól
Ikea hefur innkallað skrifborðsstól af gerðinni Odger í kolgráum vegna hættu á að fóturinn brotni með tilheyrandi fall- og slysahættu.

Innkalla Salt Skum sælgæti vegna aðskotahlutar
Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt Skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.

Vegan smákökudeig gæti innihaldið mjólkursúkkulaði
IKEA hefur kallað inn vegan smákökudeig með súkkulaðibitum þar sem það gæti innihaldið mjólkursúkkulaði.

Innkalla sólblómafræ vegna skordýra
Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes kallað inn sólblómafræ frá Grön Balance. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að skordýr hafi fundist í vörunni.

Sykur í sykurlausum Opal
Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal.

Innkalla Kalk + Magnesíum frá Gula miðanum
Heilsa hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum.

Villisveppaostur og Rjómasveppasósa innkölluð vegna aðskotahlutar
Mjólkursamsalan og Aðföng hafa ákveðið að kalla inn Villisveppaost ásamt Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Aðskotahlutur fannst í kryddi sem notað var við framleiðslu.

Áttfætla fannst í víni
Hvítvínið Sancerre af árganginum 2021 frá Domaine Franck Millet hefur verið innkallað eftir að áttfætla fannst í flösku af víninu.

Kalla inn Red Super Spicy núðlur
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Shin Red Super Spicy Noodles frá vörumerkinu NONGSHIM. Varnarefnið Ipprodione greindist yfir leyfilegum mörkum í vörunni.

Innkalla Albani Mosaic IPA vegna sprengjuhættu
ÁTVR og Disa ehf. hafa sent út innköllunarboð fyrir bjórinn Albani Mosaic IPA, með 5,7% vínanda, í 330 ml áldós. Hætta er á að dósin geti bólgnað út og sprungið. Innköllunin miðast einungis við birgðir vörunnar sem merktar eru best fyrir dagsetningunni 11/05/2023 sem sjá má á botni dósarinnar.

Aðskotahlutur fannst í kartöflusalati
Þykkvabæjar hefur innkallað og tekið kartöflusalat með lauk og graslauk í 400 gramma umbúðum úr sölu þar sem aðskotahlutur hefur fundist í vörunni.

Salmonella í karrý kryddi
Matvælastofnun (MAST) hefur varað við neyslu á einni framleiðslulotu af Karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um salmonellusmit.

Ólöglegt varnarefni í vanilluís frá Häagen-Dazs
Matvælastofnun varar við neyslu á þremur framleiðslulotum af Häagen-Dazs vanilluís þar sem ólöglegt varnarefni hefur greinst í ísnum.

Innköllun á núðlum frá Lucky Me!
Í fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að Vietnam Market hafi í samráði við stofnunina stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Instant Noodles Pancit Canton Chili frá Lucky Me!

IKEA innkallar METALLISK espressókönnu
IKEA hefur ákveðið að innkalla METALLISK espressókönnu með öryggisventli úr ryðfríu stáli vegna slysahættu af völdum yfirþrýstings.

Kalla inn nærri því milljón Mercedes-bíla
Þýski bílaframleiðandinn ætlar að kalla inn tæplega milljón eldri bifreiða um allan heim vegna þess að bremsubúnaður þeirra kunni að hafa orðið fyrir mikilli tæringu. Hætta sé á að bremsurnar virki ekki sem skyldi við vissar aðstæður.