Innköllun

Fréttamynd

Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu

Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum.

Neytendur
Fréttamynd

Inn­kalla graf­lax vegna lis­teríu

Matvælastofnun varar við neyslu á Úrvals graflaxi frá Eðalfiski vegna bakteríunnar listeríu sem fannst í laxinum. Eðalfiskur hefur ákveðið að innkalla vörurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla salat vegna glerbrots

Garðyrkjustöðin Ösp hefur ákveðið að innkalla íslenskt batavía salat sem dreift er af Hollt og gott ehf. eftir að glerbrot fannst í vörunni. Ákvörðunin var tekin í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Neytendur
Fréttamynd

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Listería fannst í reyktum laxi Ísfirðings

Bakterían Listeria monocytogenes, eða listería, greindist í sýnum af reyktum laxi og reyktu regnboga sem framleiddur var undir nafni Ísfirðings. Dreifing og sala afurðanna hefur verið stöðvuð.

Neytendur
Fréttamynd

Ora síld kölluð inn vegna glerbrots

Ora og ÓJK - ÍSAM í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hefur ákveðið að kalla inn eina lotu af Ora marneraðri síld í bitum.

Neytendur
Fréttamynd

Kalla inn há­karl vegna ó­leyfi­legrar fram­leiðslu

Heildsalan Ó. Johnsons & Kaaber, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Úrvals hákarl. Ástæðan er sú að framleiðandi vörunnar er ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla bjórdósir sem geta sprungið

ÁTVR hefur innkallað vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Neytendur
Fréttamynd

MAST inn­kallar ó­lög­legt hrökk­brauð

Matvælastofnun hefur varað við neyslu hrökkbrauðs frá fyrirtækinu Sigdal Bakeri. Rotvarnarefnið ethyline oxide fannst í hráefni sem notað var við framleiðslu á hrökkbrauðinu. Ólöglegt er að nota efnið við matvælaframleiðslu í Evrópu.

Neytendur
Fréttamynd

Þrista­músin fræga inn­kölluð

Salathúsið ehf., framleiðandi þristamúsarinnar, sem kennd hefur verið við Simma Vill, hefur ákveðið að innkalla vöruna. Það er vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður.

Neytendur
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.