Neytendur

Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Grunur er um salmónellu-smit.
Grunur er um salmónellu-smit. Stjörnufugl

Stjörnugrís hf. innkallar tvær lotur af kjúklingalærum í buffalómarineringu vegna gruns um salmonellusmits.

Kjúklingalærin eru merkt með lotunúmerunum 8019-25287 og 8019-25279 með strikamerkið 2328812. Dreifingin hefur verið stöðvuð samkvæmt tilkynningu frá Stjörnugrís og er innköllunarferli hafið í samræmi við verklag innra eftirlits fyrirtækisins.

„Til að fyrirbyggja áhyggjur neytenda skal tekið fram að kjúklingurinn er öruggur til neyslu ef hann er eldaður í gegn. Gæta skal þess að safi frá hráum kjúklingi komist ekki í snertingu við aðra matvöru,“ segir í tilkynningunni.

Þeir sem hafa þegar fest kaup á kjúklingalærunum með áðurnefnd lotunúmerið eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun. Þau fást í bæði verslunum Krónunar og Bónus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×