Druslugangan

Fréttamynd

Ein af hverjum fjórum

Druslugangan er vettvangur þar sem reiði og ást mætast í einni stórri samstöðugöngu. Við mótmælum því að kynferðisofbeldi sé enn partur af daglegu lífi meira en helmings fólks í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Vertu drusla!

Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Þú ert búin að eyði­leggja líf mitt!!!

Öskraði hann og ýtti mér fast upp við vegg á skemmtistað niðri í miðbæ Reykjavíkur. Alíslenskur fyrrum bekkjarbróðir minn í grunnskóla. Þarna vorum við um tvítugt. Ég leit á hann, sem betur fer ekki lengur hrædd við hann og sá að hann var sannfærður um það að ég hefði eyðilagt líf hans og gjörsamlega sturlaður vegna þess að ég „gat bara ekki haldið kjafti.“

Skoðun
Fréttamynd

Ég heiti Elísa og ég er Drusla

Ég kalla sjálfa mig druslu, klæðist fötum sem stendur á „Ég er drusla,“ dreifi límmiðum með einmitt þeim orðum og labba árlega í Druslugöngunni. Þó að ég geri það fyrir góðan og mikilvægan málstað og útskýri mál mitt fyrir fólkinu í kringum mig er yfirleitt einhver sem hneykslast – einhver sem trúir ekki að ég myndi kalla sjálfa mig druslu! Svona ung, falleg og klár kona? Eins og það komi málinu við á einhvern hátt hvernig ég líti út eða hvernig ég beri mig. En hvað er það er vera drusla?

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú drusla?

Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum.

Skoðun
Fréttamynd

Ólöf Tara yrði hissa en þakk­lát að gangan sé til­einkuð henni

Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

„Hann meiddi mig ekki mikið“

Guðmunda G. Guðmundsdóttir ritar grein í tilefni af Druslugöngunni sem er á morgun og spyr hver hún sé eiginlega þessi drusla? Og kemst að því að hún geti verið hver sem er.

Innlent
Fréttamynd

Hún var kölluð drusla

Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út......

Skoðun
Fréttamynd

Finna reiðina og losa hana út í Druslu­göngunni

Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

„Langar að minna þol­endur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“

„Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Tónlist
Fréttamynd

Ger­enda­­með­­virkni og normalí­­seríng grasseri enn

Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn.

Innlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin í tíunda sinn

Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin á ný

Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00.

Skoðun
Fréttamynd

Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði

Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust.

Innlent
Fréttamynd

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Lífið
Fréttamynd

Þolendur segja stuðninginn skipta öllu máli

Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu.

Innlent
Fréttamynd

Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið

María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2