Druslugangan haldin á ný Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2022 10:30 Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kynferðisofbeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar