Hver er hún þessi drusla? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2024 13:31 Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Kynferðisofbeldi Druslugangan Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar