SpaceX

Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You.

SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot
Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur.

Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff
Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði.

Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008
Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú.

Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun
Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur.

Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu
Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast.

Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur
Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar.

Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum
Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans.

Geimfararnir komnir að Alþjóðlegu geimstöðinni
Geimferja SpaceX með fjóra geimfara innanborðs lagði að Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í nótt. Þetta var fyrsta reglulega ferð einkarekna geimferðafyrirtækisins með geimfara til geimstöðvarinnar.

Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar
Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt.

Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum
Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug.

SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða.

SpaceX stefnir á metskot
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft.

Starship flogið á loft og lent aftur
Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur.

Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa
Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni.

Bein útsending: Geimfarar SpaceX snúa aftur til jarðar
Áætluð lending er klukkan 18:40 að íslenskum tíma.

Geimfarar stefna aftur til jarðar í SpaceX-ferju
Tveir bandarískir geimfarar sem voru þeir fyrstu til að fara út í geim með einkafyrirtækinu SpaceX eru lagðir af stað heim til jarðar frá Alþjóðlegu geimstöðinni.

Starship nú í forgangi hjá SpaceX
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu.

Á leið til geimstöðvarinnar eftir fullkomið geimskot
Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug og allra fyrsta mannaða geimskot einkafyrirtækis, heppnaðist fullkomlega í gærkvöldi.

Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag.