Rafrettur

Fréttamynd

Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 

Innlent
Fréttamynd

Raf­rettu­fram­leiðandi borgar sig frá mál­sókn

Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu.

Erlent
Fréttamynd

Raf­rettur að brenna út?

Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú.

Skoðun
Fréttamynd

Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva

Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva.

Innlent
Fréttamynd

FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum

Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Læknar vilja banna rafrettur

Á aðalfundi Læknafélags Íslands, sem var haldinn á Siglufirði í síðustu viku, var skorað á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi.

Innlent
Fréttamynd

Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna

Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.