Rafrettur

Fréttamynd

Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva

Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva.

Innlent
Fréttamynd

FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum

Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Læknar vilja banna rafrettur

Á aðalfundi Læknafélags Íslands, sem var haldinn á Siglufirði í síðustu viku, var skorað á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi.

Innlent
Fréttamynd

Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna

Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.