Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 20:00 Erna Margrét Oddsdóttir er eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Vísir/Einar Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd
Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent