Burt með rafrettur og munntóbak Lárus Guðmundsson skrifar 5. maí 2022 16:31 Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Rafrettur Áfengi og tóbak Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun