Salan á Búnaðarbankanum

Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis
Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003.

Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans.

Kötturinn og greifinn hans
Það blés ekki byrlega fyrir kattargreyinu sem fátæki malarsonurinn fékk í arf eftir föður sinn. Hinn nýi eigandi var svo sárafátækur að það fyrsta sem honum datt í hug var að slátra kvikindinu og búa til úr skinninu hanska.

Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna
Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag.

Borgarfulltrúi Pírata skorar á Ólaf Ólafsson að sýna iðrun
Mál Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns reyna mjög á þanþol meirihlutasamstarfsins í borginni.

Ekki önnur rannsókn nema ný gögn finnist
Bæði innanríkisráðherra og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru efins um að rannsaka skuli einkavæðingu Landsbankans og segja að ný gögn um málið þurfi að koma fram. Þingmenn Viðreisnar og BF vilja rannsókn.

Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum
Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum

Tryggvi fann Tortólapeningana
"Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær.

Skotsilfur Markaðarins: Skákaði Herdísi og Ragnheiður Elín vildi í stjórn ISAVIA
Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni.

Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors
Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug.

Hverjir högnuðust með Ólafi?
Bakkavararbræður keyptu sig inn í Kaupþing tveimur vikum áður en bankinn fjármagnaði kaup Welling & Partner í Búnaðarbankanum. Nöfn þeirra koma fyrir í samningsdrögum sem rannsóknarnefndin skoðaði.

Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser
Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans
Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu.

Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans
Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu.

Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“
Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað.

Blekking
Aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans var fullkomið sjónarspil og blekking. Þetta má lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið sem kynnt var í gær.

Segja niðurstöðuna hafa komið sér í opna skjöldu
„Þetta kom mér svo sannarlega á óvart. Ég hélt að það væri búið að skoða þetta og að Ríkisendurskoðun og fleiri væru búnir að fara yfir þetta,“ segir Margeir Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins, sem tók þátt í kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003, um niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis.

Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut
Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum.

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu
Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland

Þýska FME var ósamvinnuþýtt
„Auðvitað starfa stofnanir eftir ákveðnum lagaheimildum og maður hefur fullan skilning á því að þýska fjármálaeftirlitið getur ekki afhent okkur gögn ef það hefur ekki heimild til þess. En það eru engu að síður vonbrigði að það geti ekki liðsinnt okkur,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, en þýska fjármálaeftirlitið var ósamvinnuþýtt við rannsóknarnefndina.