Viðskipti innlent

Ólafur búinn að afhenda gögnin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.
Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003. vísir/vilhelm

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fengið afhent þau gögn sem Ólafur Ólafsson fjárfestir hyggst kynna nefndinni á morgun. Nefndarmenn fengu gögnin í hendurnar síðdegis en þeir fóru fram á að fá að kynna sér þau.

Þetta staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. Jón Steindór stýrir umfjöllun nefndarinnar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans, en Ólafur gegnir aðalhlutverki í skýrslunni.

Jón vill ekki upplýsa um eðli gagnanna né umfang þeirra. Það komi í ljós á fundinum á morgun. Fyrri hluti fundarins verður opinn fjölmiðlum og hefst klukkan 15. Rannsóknarnefndin mun í framhaldinu sitja fyrir svörum en sá hluti fundarins verður lokaður.

Ólafur fór sjálfur fram á að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt en hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum árið 2003.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.