Skipulag

Fréttamynd

Hverfið við stokkinn verði gjör­breytt eftir fimm ár

Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hús Norður­slóðar rísi á Sturlu­götu 9

Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar á Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Miklu­brautar­stokkur og ný­byggingar við götuna. Hvað finnst þér?

Reykjavíkurborg kallar nú eftir viðbrögðum og athugasemdum við stór skipulagsverkefni sem eru í gangi í borginni. Samráð skiptir okkur miklu máli og við erum sífellt að leita leiða til að fá fram sjónarmið sem flestra. Við viljum mæta þörfum íbúa, í því felst meðal annars að sjá fyrir framtíðarþarfir og hvernig þær verða leystar.

Skoðun
Fréttamynd

Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi.

Innlent
Fréttamynd

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð

Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Ný hæð borgar fyrir lyftu og við­hald

Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu.

Skoðun
Fréttamynd

Loksins hús…eða, er það ekki?

„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­lit inn í ný­af­hjúpað Hegningar­hús

Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir íbúða í pípunum í Reykjavík

Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldist á þeim tíma. Þá verði tuttugu og fjórum milljörðum varið í uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúða.

Innlent
Fréttamynd

Stofna fé­lag til höfuðs meintu sam­ráðs­leysi í Kópa­vogi

Stofnfundur félagsins Vinir Kópavogs var haldinn í gær. Húsfyllir var á fundinum en markmið félagsins er stofna vettvang til að veita bæjaryfirvöldum í Kópavogi aðhald í skipulagsmálum. Nýkjörinn stjórnarmaður segir reynsluna vera þá að lítið sé hlustað á Kópavogsbúa í slíkum málun.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi

Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kjarna­þjónustu í hús­næði við ný í­þrótta­mann­virki KR

Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur. 

Innlent
Fréttamynd

Betri hljóðvist við Miklubraut

Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla

Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri.

Innlent