70% færri kvartanir vegna vetrarþjónustu í kjölfar úrbóta Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:31 Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Skipulag Píratar Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar