Uppbygging á Gunnarshólma og hlutverk bæjarfulltrúa Bergljót Kristinsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun