Uppbygging á Gunnarshólma og hlutverk bæjarfulltrúa Bergljót Kristinsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun