Panama-skjölin

Fréttamynd

Boðar alþjóðlegt átak gegn skattsvikum

Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, segir þurfa alþjóðlegt átak gegn skattsvikum og skattaskjólum. Ísland þurfi að herða reglugerðir. Stanishev lofar jákvæða afstöðu for

Innlent
Fréttamynd

Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala

"Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil viðskipti frá Panama

Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birgitta: Ekki að reyna verða næsti forsætisráðherra

Birgitta Jónsdóttir segir í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð ekki vera að falast eftir embætti forsætisráðherra. Píratar eiga enn eftir að ræða það hvernig skipað yrði í ráðherrastóla fengju þeir umboð til myndun ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakar ekki mál forsætisráðherra

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan misreiknaði fjölda mótmælenda

Mikill munur hefur verið á mati lögreglunnar á því hversu margir hafa sótt Austurvöll yfir mótmælin og talningu skipuleggjanda. Útlit er fyrir að lögreglan hafi vanmetið stærð vallarins við útreikninga sína.

Innlent
Fréttamynd

Vika ársins

Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði.

Bakþankar