Viðskipti innlent

Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala

Ingvar Haraldsson skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir og aðaleigandi 365 miðla, útgefanda Fréttablaðsins.
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir og aðaleigandi 365 miðla, útgefanda Fréttablaðsins.
„Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Samkvæmt umfjöllun Kjarnans, Stundarinnar og Reykjavík Media greiddi félagið Guru Invest, skráð í Panama og í eigu Ingibjargar, 2,4 milljarða inn á 3,3 milljarða skuld félaganna 101 Chalet og Gaums. Jón Ásgeir átti 41 prósents hlut í Gaumi en Ingibjörg var ekki hluthafi í því. Samkvæmt umfjölluninni afskrifaði Glitnir því 900 milljónir af skuldum félaganna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl


Tengdar fréttir

Umfangsmikil viðskipti frá Panama

Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a






Fleiri fréttir

Sjá meira


×