Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra

Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Sleppt og haldið

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farsæll forseti

Um árabil fylgdist þjóðin af áfergju með fréttum af danska konungsfólkinu. Familje Journal og Hjemmet voru vinsælustu blöð á landinu. Þjóðhöfðingjar og annað frammáfólk hafa alltaf blómstrað í skini frægðarinnar. Íslensku forsetarnir reyndu líka að vekja athygli fyrir að vera sem þjóðlegastir.

Bakþankar
Fréttamynd

Listin að vera plebbi

Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: "Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Katarar standa þétt að baki emírnum

Fjögur arabaríki krefjast mikils af Katörum og beita þá viðskiptaþvingunum. Eru Katarar sagðir fjármagna hryðjuverkasamtök. Áhrif þvingananna eru óljós en áttatíu prósent matvæla í Katar koma frá ríkjunum fjórum.

Erlent
Fréttamynd

Offramboð á rappi heggur í miðasölu

Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.

Tónlist
Fréttamynd

Krafa vegna 30 tjóna á Héraði eftir spennufall

Landsnet segir 30 tilkynningar úr Fljótsdalshéraði hafa borist vegna spennuhækkunar og rafmagnsleysis sem þar varð 17. maí í vor. Óhappið varð í kjölfar kerleka hjá Norðuráli en Landsnet segir veika byggðalínu hafa valdið óhappinu.

Innlent
Fréttamynd

Meiri samdráttur en búist var við

Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Melaskóli að grotna niður

Í tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram öðru sinni á borgarráðsfundi í gær, er lagt til að undirbúningur verði nú þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla.

Innlent
Fréttamynd

Of fatlaður fyrir rafmagnshjólastól

Sjúkratryggingar Íslands þurfa ekki að taka þátt í kostnaði við kaup á rafmagnshjólastól fyrir fjölfatlaðan karlmann. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála.

Innlent
Fréttamynd

Veiðimönnum treyst í Eyjum

Þótt lög heimili veiðar á lunda frá 1. júlí til 15. ágúst verður aðeins leyft að veiða lunda í þrjá ágústdaga í Vestamannaeyjum líkt og undanfarin tvö ár. Þessi takmörkun er vegna mjög slaks ástands lundastofnsins.

Innlent
Fréttamynd

London, Ontario

Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick's Sporting Goods verslunum og bílastæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Róttækni er þörf

Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra.

Skoðun
Fréttamynd

Staðlað jafnrétti

Nýleg lög frá Alþingi hafa vakið heimsathygli og verið fagnað sem enn einum stórslagaranum frá landinu sem er margfaldur og ríkjandi heimsmeistari í jafnrétti. Lög um jafnlaunastaðal hafa þó fengið misjafnari viðtökur heima fyrir.

Bakþankar
Fréttamynd

Einokun einkabílsins

Aðgerðir innan Reykjavíkur undanfarinna ára hafa miðað að því að þróa borgina þannig að hún sé betri borg hvað almenningssamgöngur varðar. Umræður um samgöngumálin hafa dregist í hægri vinstri dilka með þeim afleiðingum að sumir, einkum hægra megin, telja sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn.

Skoðun
Fréttamynd

Umskipti við Eystrasalt

Meðal frægustu Letta úti um heim er skákmeistarinn Mikhail Tal sem hét réttu nafni Mihails Tals. Öll lettnesk karlmannsnöfn, bæði fornöfn og eftirnöfn, enda á s að mér skilst. Tal vakti heimsathygli þegar hann sigraði Mikhail Botvinnik í heimsmeistaraeinvíginu í skák 1960 og varð yngstur allra heimsmeistara fram að því, 23ja ára að aldri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Efnahagslegur ójöfnuður er vont mál

Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, skrifuðum í fyrrasumar grein sem birtist á síðum dagblaða á Norðurlöndum undir yfirskriftinni "Rödd Norðurlanda þarf að heyrast“. Skilaboð okkar voru skýr. Áhuginn á norræna líkaninu er mikill á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Björgum ungu konunum

Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik.

Skoðun
Fréttamynd

Geri þetta bara á morgun

Ég sló garðinn í fyrradag. Ykkur er alveg frjálst að standa upp frá morgunkorninu og klappa augnablik áður en lestri er haldið áfram. Þetta tók sinn tíma að gerast enda hef ég verið haldinn ævintýralegri frestunaráráttu í mörg ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Neytendasamtökin vinna fyrir þig

Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undanfarnar vikur og þótt slíkt hafi gerst áður hafa samtökin alla jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar sem stjórnarmenn, starfsfólk og formaður hafa unnið sem ein heild að baráttumálum neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt?

Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: "Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“

Skoðun
Fréttamynd

„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“

Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetur til sameiningar tæknifyrirtækja

Stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans telur brýnt að lítil tæknifyrirtæki sem þjóni sjávarútvegi auki samstarf sín á milli. Hann segir þau eiga erfitt með að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yngri en 21 árs fái ekki aðgang

Meina á körlum undir 21 árs að dvelja á tjaldstæðinu á Hróarskelduhátíðinni í tilraunaskyni í tvö ár. Þetta er innlegg Henriks Marstal, tónlistarmanns, rithöfundar og frambjóðanda til danska þingsins, í umræðuna.

Erlent