Björgum ungu konunum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun