Loka Víðinesi þrátt fyrir mikla fjölgun Jón Hákon Halldórsson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 7. júlí 2017 09:15 Útlendingastofnun tók húsnæðið að Víðinesi á leigu þegar veggjalús kom upp í húsnæðinu í Bæjarhrauni. vísir/HAG Útlendingastofnun hefur sagt upp leigu á húsnæði í Víðinesi sem stofnunin hafði til afnota fyrir hælisleitendur, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Húsnæðinu var skilað um síðustu mánaðamót. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir stjórnvöld verða að grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir viðlíka húsnæðisvanda og kom upp í fyrra. „Við erum ekki komin með ný úrræði sem ég get upplýst um. Það er ýmislegt sem er í skoðun,“ segir Þórhildur. Hún segir að með skipulagsbreytingum hafi fólkinu sem var fyrir í Víðinesi verið komið í annað húsnæði. „Við erum með Arnarholt, í Bæjarhrauninu í Hafnarfirði og í nokkrum minni úrræðum,“ segir Þórhildur.Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossinsÚtlendingastofnun tók Víðines á leigu í fyrrahaust og flutti um fjörutíu hælisleitendur þar inn í október, eftir að veggjalús kom upp í Bæjarhrauni. Þórhildur segir að aldrei hafi staðið til að húsnæðið í Víðinesi yrði nýtt til langframa. „Það var upphaflega gerður samningur til þriggja mánaða og svo var hann framlengdur,“ útskýrir hún. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ákveðið hafi verið að auglýsa húsnæðið í Víðinesi til leigu. Hann býst við að auglýsing verði birt í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 130 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80 prósent fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs. Áætlar Útlendingastofnun að umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi geti farið upp fyrir 2.000 á árinu. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að skortur hafi verið á viðunandi húsnæði og umönnun fyrir hælisleitendur í fyrra. Aðbúnaður þeirra hafi auk þess ekki verið eins og best verður á kosið. „Ef við horfum fram á áttatíu prósenta fjölgun í ár, þá má búast við að það komi upp sams konar vandamál eða jafnvel meiri. Það hefði mikil óþægindi í för með sér fyrir alla. Það yrði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt,“ segir hann. „Við göngum út frá því að stjórnvöld séu að undirbúa sig til þess að geta hýst þennan fjölda sem er væntanlegur og eins að þau tryggi skjóta, skilvirka og vandaða málsmeðferð í málum þeirra, þannig að málin tefjist ekki lengi. Það er dýrt og auðvitað mjög slæmt fyrir þá sem þurfa að bíða úrlausnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Útlendingastofnun hefur sagt upp leigu á húsnæði í Víðinesi sem stofnunin hafði til afnota fyrir hælisleitendur, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Húsnæðinu var skilað um síðustu mánaðamót. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir stjórnvöld verða að grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir viðlíka húsnæðisvanda og kom upp í fyrra. „Við erum ekki komin með ný úrræði sem ég get upplýst um. Það er ýmislegt sem er í skoðun,“ segir Þórhildur. Hún segir að með skipulagsbreytingum hafi fólkinu sem var fyrir í Víðinesi verið komið í annað húsnæði. „Við erum með Arnarholt, í Bæjarhrauninu í Hafnarfirði og í nokkrum minni úrræðum,“ segir Þórhildur.Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossinsÚtlendingastofnun tók Víðines á leigu í fyrrahaust og flutti um fjörutíu hælisleitendur þar inn í október, eftir að veggjalús kom upp í Bæjarhrauni. Þórhildur segir að aldrei hafi staðið til að húsnæðið í Víðinesi yrði nýtt til langframa. „Það var upphaflega gerður samningur til þriggja mánaða og svo var hann framlengdur,“ útskýrir hún. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ákveðið hafi verið að auglýsa húsnæðið í Víðinesi til leigu. Hann býst við að auglýsing verði birt í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 130 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80 prósent fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs. Áætlar Útlendingastofnun að umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi geti farið upp fyrir 2.000 á árinu. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að skortur hafi verið á viðunandi húsnæði og umönnun fyrir hælisleitendur í fyrra. Aðbúnaður þeirra hafi auk þess ekki verið eins og best verður á kosið. „Ef við horfum fram á áttatíu prósenta fjölgun í ár, þá má búast við að það komi upp sams konar vandamál eða jafnvel meiri. Það hefði mikil óþægindi í för með sér fyrir alla. Það yrði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt,“ segir hann. „Við göngum út frá því að stjórnvöld séu að undirbúa sig til þess að geta hýst þennan fjölda sem er væntanlegur og eins að þau tryggi skjóta, skilvirka og vandaða málsmeðferð í málum þeirra, þannig að málin tefjist ekki lengi. Það er dýrt og auðvitað mjög slæmt fyrir þá sem þurfa að bíða úrlausnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira