Ætlar að nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum Haraldur Guðmundsson skrifar 7. júlí 2017 08:30 Norðurorka vill kalda vatnið en óvíst er hvað verður um heita vatnið sem fór að streyma inn í göngin fyrir rúmum þremur árum. Vísir/Auðunn Norðurorka á Akureyri ætlar að byggja vatnsból í Vaðlaheiðargöngum og nýta köldu vatnsæðina sem opnaðist þar vorið 2015 og tafði gangagröft. Samkomulag um að Norðurorka leiði vatnið út úr göngunum verður undirritað á næstu vikum og mun fyrsti áfangi verkefnisins kosta fyrirtækið um 100 milljónir króna. „Við viljum nýta þetta til samfélagsins við Eyjafjörð og ætlum að byggja vatnsból inni í fjallinu og safna þessu saman á öruggan hátt. Við erum búin að láta meta gæði vatnsins og um hversu mikið magn verður að ræða á endanum,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, í samtali við Fréttablaðið.Helgi Jóhannesson, forstjóri NorðurorkuUm 70 lítrar af köldu neysluvatni munu að sögn Helga streyma úr lögnum fyrirtækisins í göngunum á hverri sekúndu þegar fyrsta áfanga verður lokið. Meðalnotkun á Akureyri er um 115 lítrar á sekúndu en í fyrsta áfanga verður vatninu beint til sjávar. „Þetta er því stór hluti af meðalnotkuninni og þvílík auðæfi fyrir samfélagið til langs tíma. Það er búið að hanna þetta en síðan eigum við eftir að byggja upp tankaaðstöðu og tengja þetta við vatnsveitukerfi Akureyrar og Svalbarðsstrandar. Við erum ekki búin að verðmeta seinni áfangann en þetta tækifæri gefst einungis einu sinni, að koma vatninu út, og við ætlum okkur að nýta það. Við viljum skrifa undir sem fyrst enda ekki eftir neinu að bíða,“ segir Helgi. Norðurorka hefur kannað hvort nýta megi vatnið síðan stór misgengissprunga opnaðist í göngunum Fnjóskadalsmegin í apríl 2015 og um 500 lítrar af köldu vatni fóru að streyma inn í þau á sekúndu. Fylltust göngin þá af vatni á löngum kafla á sama tíma og heitt vatn streymdi úr annarri stórri sprungu Eyjafjarðarmegin sem opnaðist í febrúar 2014. Verktakar í göngunum sprengdu síðasta haftið þar í apríl síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Norðurorka á Akureyri ætlar að byggja vatnsból í Vaðlaheiðargöngum og nýta köldu vatnsæðina sem opnaðist þar vorið 2015 og tafði gangagröft. Samkomulag um að Norðurorka leiði vatnið út úr göngunum verður undirritað á næstu vikum og mun fyrsti áfangi verkefnisins kosta fyrirtækið um 100 milljónir króna. „Við viljum nýta þetta til samfélagsins við Eyjafjörð og ætlum að byggja vatnsból inni í fjallinu og safna þessu saman á öruggan hátt. Við erum búin að láta meta gæði vatnsins og um hversu mikið magn verður að ræða á endanum,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, í samtali við Fréttablaðið.Helgi Jóhannesson, forstjóri NorðurorkuUm 70 lítrar af köldu neysluvatni munu að sögn Helga streyma úr lögnum fyrirtækisins í göngunum á hverri sekúndu þegar fyrsta áfanga verður lokið. Meðalnotkun á Akureyri er um 115 lítrar á sekúndu en í fyrsta áfanga verður vatninu beint til sjávar. „Þetta er því stór hluti af meðalnotkuninni og þvílík auðæfi fyrir samfélagið til langs tíma. Það er búið að hanna þetta en síðan eigum við eftir að byggja upp tankaaðstöðu og tengja þetta við vatnsveitukerfi Akureyrar og Svalbarðsstrandar. Við erum ekki búin að verðmeta seinni áfangann en þetta tækifæri gefst einungis einu sinni, að koma vatninu út, og við ætlum okkur að nýta það. Við viljum skrifa undir sem fyrst enda ekki eftir neinu að bíða,“ segir Helgi. Norðurorka hefur kannað hvort nýta megi vatnið síðan stór misgengissprunga opnaðist í göngunum Fnjóskadalsmegin í apríl 2015 og um 500 lítrar af köldu vatni fóru að streyma inn í þau á sekúndu. Fylltust göngin þá af vatni á löngum kafla á sama tíma og heitt vatn streymdi úr annarri stórri sprungu Eyjafjarðarmegin sem opnaðist í febrúar 2014. Verktakar í göngunum sprengdu síðasta haftið þar í apríl síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira