Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt? Svanur Kristjánsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun