Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt? Svanur Kristjánsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun