Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Hjartavernd vill finna fólk í lífshættu

"Finnum fólk í lífshættu – útrýmum ótímabærum hjarta- og æðaáföllum“ er yfirskrift söfnunarátaks Hjartaverndar. Því verður fylgt úr hlaði á föstudaginn í opinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Hagsmunir neytenda

Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins.

Skoðun
Fréttamynd

Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós

Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði.

Innlent
Fréttamynd

Flugfélög á hausaveiðum

Arabísku flugfélögin Qatar Airways og Emirates, sem fara ört stækkandi, sárvantar flugmenn. Þau reyna nú að lokka danska flugmenn til sín með háum greiðslum.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu

Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met.

Innlent
Fréttamynd

Ellismellir á Alþingi!

Það er mikið rætt um jafnvægi í fjölda einstaklinga í hinum ýmsu hópum á Alþingi. Nú hallar meira en áður á fjölda kvenna inni á nýkjörnu þingi og engir innflytjendur eiga þar sæti nú. En hvernig háttar skiptingu þingsæta eftir aldri?

Skoðun
Fréttamynd

Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður

Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar.

Innlent
Fréttamynd

Kórar Íslands

Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Valdsvið stjórnvalda og íþróttahreyfingar

Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um "Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfuboltasambands Íslands á EES-reglum um frjálsa för launþega.

Skoðun
Fréttamynd

Þau í dag – við á morgun

Myndu börnin mín kalla sig Þingeyinga þegar þau verða fullorðin ef við þyrftum að flýja sveitina okkar fögru í dag vegna loftslagsbreytinga? Þau eru tveggja og fjögurra ára gömul og myndu eiga minningar úr sveitinni, allavega minningar af sögum okkar foreldranna, sögum frá ömmu og afa.

Skoðun
Fréttamynd

Ostabirgðir í landinu of miklar að mati MS

Ostabirgðir Mjólkursamsölunnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum þrátt fyrir afsetningu á hrakvirði erlendis. Formaður stjórnar Auðhumlu segir heldur of mikið framleitt af próteini hér á landi miðað við sölutölur.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði Geir um brot á trúnaði

Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta.

Innlent
Fréttamynd

Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður

Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa.

Innlent
Fréttamynd

Til hagsmunaaðila HÖRPU

Menning er uppspretta, ekki verkfæri. Hún skilar sér með margvíslegum hætti út í samfélagið sem ekki er alltaf hægt að endurspegla í stöðluðu Excel-skjali um inn- og útstreymi fjármagns eða með nákvæmlega hvaða hætti ákveðið fjármagn skilar sér til baka til aðstandenda viðburða.

Skoðun
Fréttamynd

Flóttamannavegurinn

Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars.

Skoðun
Fréttamynd

Ég trúi

Hvað trúir þú á, ef ekki guð?“ spyr predikari forviða, hvessir á mig augun, röddin höst. Ágætis spurning í upptakti jólaflóðs.

Bakþankar
Fréttamynd

Eins og klóakrennsli frá 1,1 milljón manns

Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi fiskeldisstöðva má reikna með að frá hverju tonni í laxeldi komi skólp sem er á við "klóakrennsli frá 8 manns“. Til að setja þessa tölu í samhengi þá væri "klóakrennsli“ frá 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi á við 240.000 manna byggð.

Skoðun
Fréttamynd

Ánægjuleg samstaða – ömurleg umræða

Þjóðin stendur saman sem einn maður um heilbrigðiskerfið í landinu. Það er ánægjulegt. Við viljum öll að þjónustan sé fyrsta flokks og að ríkið greiði fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Við viljum að allir séu jafnir í þessu sameiginlega öryggisneti og við viljum forðast það að einn geti keypt sér forgang fram yfir annan vegna efnahags.

Skoðun
Fréttamynd

Óbreytt staða í skattamálum

Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið.

Innlent