Fréttir 17 her- og lögreglumenn felldir Byssumenn drápu 17 írakska her- og lögreglumenn og særðu 16 í þremur árásum nærri Baquba, norður af Bagdad, í dag. Fjórir hermenn létust í árás á eftirlitsstöð norður af Baquba snemma í morgun og jafnmargir lögreglumenn féllu við aðra eftirlitsstöð í miðborginni. Þá létust sjö lögreglumenn og tveir hermenn á enn einni eftirlitsstöðinni í skotárás suður af borginni. Erlent 13.10.2005 19:46 Skemmdarverk unnin á Rimaskóla Veruleg skemmdarverk voru unnin á Rimaskóla í Grafarvogi í nótt. Stórum grjóthnullungum og járnstöngum var kastað í rúður og voru þrettán brotnar. Lögreglan segist hafa grun um hverjir þarna voru að verki. Innlent 13.10.2005 19:46 Afþökkuðu aðstoð Íslendinga Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Erlent 13.10.2005 19:46 Aftökur halda áfram í Sádi-Arabíu Sádi-Arabi var í dag tekinn af lífi í hinni helgu borg Mekka eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt landa sinn þegar þeir deildu. Fjöldi þeirra sem teknir hafa verið af lífi í Sádi-Arabíu vegna glæpa í ár er þá kominn upp í 60, en ströng sharia-lög gilda í landinu og eru dæmdir morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar hálshöggnir á torgum öðrum til viðvörunar. Erlent 13.10.2005 19:46 Söfnunin tekur kipp "Menn klóruðu sér í kollinum yfir þessum manni sem kom til okkar og sagðist ætla að róa umhverfis landið," sagði Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Sjálfsbjargar í móttökuveilsu sem haldin var á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir Kjartan Jakob Hauksson ræðara. "Nú er það engin spurning að hann er Sjálfsbjargarvinur númer eitt," bætti Ragnar við og svo var Kjartan heiðraður með þreföldu húrrakalli. Innlent 13.10.2005 19:46 Verkfall hjá flugvirkjum Boeing Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að stöðva framleiðslu á flugvélum vegna verkfalls um 18 þúsund flugvirkja hjá félaginu. Boeing hefur átt í deilum við flugvirkjana að undanförnu og í kjölfar þess að þeir höfnuðu nýjast samningstilboði verksmiðjanna skall verkfallið á. Erlent 13.10.2005 19:46 Nýtt íþróttahús rís í Fjarðabyggð Bygging fjölnota íþróttahúss og líkamsræktarstöðvar er hafin á Reyðarfirði. Stefnt er að því að líkamsræktarstöðin taki til starfa í vetur og að íþróttahúsið verði tekið í notkun næsta vor. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 400 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:46 Bush sendir liðsauka til Louisiana George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að sjö þúsund hermenn til viðbótar yrðu sendir til Louisiana til þess að sinna hjálparstörfum og halda uppi lögum og reglu, en glæpamenn hafa farið ránshendi um svæðið og myrt og nauðgað fólki sem verður á vegi þeirra. Von er á liðsaukanum á næstu þremur sólarhringum. Erlent 13.10.2005 19:46 Þjónustumiðstöð opnuð í borginni Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Innlent 13.10.2005 19:46 Breskur gísl drepinn í Afganistan Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að Breti sem rænt var fyrir þremur dögum í landinu hefði fundist látinn. Maðurinn, David Addison, starfaði við öryggisgæslu í tengslum við vegagerð í vesturhluta Afganistans en var rænt á miðvikudag ásamt túlki eftir að byssumenn höfðu ráðist á bílalest sem þeir voru í. Þrír féllu í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:46 Ungir góðgerðarmenn Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. Innlent 13.10.2005 19:46 Slepptu blöðrum í minningu látinna Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Erlent 13.10.2005 19:46 Borgun fyrir að vera heima Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að hann muni reyna að vinna þeirri tillögu fylgi að foreldrar barna á aldrinum níu til átján mánuða fái greitt fyrir að vera heima með þau. Innlent 13.10.2005 19:46 Gríðarleg reiði í garð stjórnvalda Vörubifreiðar hlaðnar vistum og vopnum komu loks í tugatali til New Orleans í gærkvöld. Gríðarleg reiði ríkir í garð stjórnvalda sem þykja hafa brugðist seint og illa við. Erlent 13.10.2005 19:46 Leita Íslendings á hamfarasvæðum Íslenskrar konu er saknað eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust, frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna, en ekki er búist við miklu þaðan, eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum. Erlent 13.10.2005 19:46 Funda líklega síðar í mánuðinum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, munu að öllum líkindum funda seint í mánuðinum, að því er ísraelska dagblaðið <em>Haaretz</em> greinir frá. Það verður fyrsti fundur leiðtoganna eftir að ísraelskir landnemar fluttu frá öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni og fjórum byggðum á Vesturbakkanum. Erlent 13.10.2005 19:46 Kjartan að koma til Reykjavíkur Kjartan Jakob Hauksson ræðari á stutt eftir til Reykjavíkur. Búist er við að hann rói inn við Ægisgarð á árabát sínum um tvöleytið. Þá verða 92 dagar liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní s.l og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:46 Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Innlent 13.10.2005 19:46 Sveit tekin úr viðbragðsstöðu Íslenskar björgunarsveitir fara að líkindum ekki til hamfarasvæðanna í suðurríkjum Bandaríkjanna og hefur íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verið tekin úr viðbragðsstöðu. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þurfa Bandaríkjamenn að biðja sjálfir um aðstoðina en þeir hafa ekki gert það hingað til og ólíklegt er að þeir geri það. Erlent 13.10.2005 19:46 Guðmundur Kjærnested látinn Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Guðmundur átti að baki áratuga starf hjá Gæslunni og var yfirskipherra í síðasta þorskastríðinu. Óhætt er að segja að hann hafi þá orðið sönn þjóðhetja í augum landa sinna. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu, Margréti Önnu Símonardóttir Kjærnested, og fjögur börn. Innlent 13.10.2005 19:46 Nektarsinnum fjölgar í Danmörku Nektarsinnum í Danmörku fer nú ört fjölgandi, en á síðustu þremur árum hefur félögum í sambandi nektarsinna í Danmörku fjölgað um þriðjung. Í Álaborg einni hefur félögum fjölgað um 40 prósent á hálfu ári og eftir því sem segir á vef <em>Politken</em> má meðal annars rekja fjölgunina til þess að fólki hefur verið leyft að synda nakið í sundhöll borgarinnar á ákveðnum tímum. Erlent 13.10.2005 19:46 Tap gegn Króötum Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Sport 17.10.2005 23:42 Óttast Atlantshafsferðina Ein þeirra sem tóku á móti Kjartani ræðara í gær var Líf dóttir hans en hún fór með litlu tíkina sína, hana Skvísu, um borð í björgunarbátinn Ásgrím S. Björnsson og sigldi á móti föður sínum þegar hann kom róandi að Reykjavíkurhöfn. Innlent 13.10.2005 19:46 Bush sendir fleiri hermenn George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að 7.200 hermenn og 10.000 þjóðvarðliðar verði sendir til björgunarstarfa á hamfarasvæðin í Louisiana. Erlent 13.10.2005 19:46 Vill greiðslur til að brúa bil Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, vill láta greiða foreldrum barna á aldrinum níu til átján mánaða svo að þau geti til dæmis og ef þeir kjósa greitt öfum og ömmum laun fyrir að passa börnin. Innlent 13.10.2005 19:46 Vitar verði nýttir í ferðaþjónustu Margir Norðmenn kjósa að verja sumarleyfisdögunum í vita og njóta norskir eyðivitar og auð vitavarðahús vaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Formaður Íslenska vitafélagsins vill að vitar Íslands verði einnig nýttir í þágu íslenskrar strandmenningar. Innlent 13.10.2005 19:46 Von á frekari liðsstyrk Bandaríkjaher hefur ákveðið að senda 10 þúsund þjóðvarðliða til viðbótar á hamfarasvæðin í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þeir bætast í hóp 30 þúsund þjóðvarðliða sem vinna nú hörðum höndum að því að tryggja öryggi og koma mat og drykk til þeirra sem þurfa á því að halda. Erlent 13.10.2005 19:46 Fjöldi króatískra stuðningsmanna Stuðningsmenn króatíska liðsins í knattspyrnu fjölmenntu til landsins vegna leiks Íslendinga og Króata. Einn þeirra segir þá glaða og drekka mikinn bjór en fæstir séu þeir fótboltabullur. Innlent 13.10.2005 19:46 Eldar loga víða á hamfarasvæðum Eldar loga nú á 50-60 stöðum á flóðasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna, samkvæmt fréttastöðinni <em>CNN</em>, en lítið er gert til þess að slökkva þá þar sem mannskap vantar. Mikill eldur er í iðnaðarhverfi í New Orleans og virðist sem hann berist frá einu vöruhúsi til annars óhindrað. Þykkan reykjarmökk leggur yfir borgina af þessum sökum. Erlent 13.10.2005 19:46 Gísli Marteinn starfar fyrir RÚV "Ég er að störfum fyrir Ríkisútvarpið í ýmsum sérverkefnum. Þar á meðal er ég að vinna að undirbúningi fyrir afmælishátíð Ríkissjónvarpsins vegna fjörutíu ára afmælis þess auk þess að ýmsum málum vegna sjónvarpdagskrár vetrarins og þar á meðal evróvisíón keppninnar," segir Gísli Marteinn Baldursson. Innlent 13.10.2005 19:46 « ‹ ›
17 her- og lögreglumenn felldir Byssumenn drápu 17 írakska her- og lögreglumenn og særðu 16 í þremur árásum nærri Baquba, norður af Bagdad, í dag. Fjórir hermenn létust í árás á eftirlitsstöð norður af Baquba snemma í morgun og jafnmargir lögreglumenn féllu við aðra eftirlitsstöð í miðborginni. Þá létust sjö lögreglumenn og tveir hermenn á enn einni eftirlitsstöðinni í skotárás suður af borginni. Erlent 13.10.2005 19:46
Skemmdarverk unnin á Rimaskóla Veruleg skemmdarverk voru unnin á Rimaskóla í Grafarvogi í nótt. Stórum grjóthnullungum og járnstöngum var kastað í rúður og voru þrettán brotnar. Lögreglan segist hafa grun um hverjir þarna voru að verki. Innlent 13.10.2005 19:46
Afþökkuðu aðstoð Íslendinga Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Erlent 13.10.2005 19:46
Aftökur halda áfram í Sádi-Arabíu Sádi-Arabi var í dag tekinn af lífi í hinni helgu borg Mekka eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt landa sinn þegar þeir deildu. Fjöldi þeirra sem teknir hafa verið af lífi í Sádi-Arabíu vegna glæpa í ár er þá kominn upp í 60, en ströng sharia-lög gilda í landinu og eru dæmdir morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar hálshöggnir á torgum öðrum til viðvörunar. Erlent 13.10.2005 19:46
Söfnunin tekur kipp "Menn klóruðu sér í kollinum yfir þessum manni sem kom til okkar og sagðist ætla að róa umhverfis landið," sagði Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Sjálfsbjargar í móttökuveilsu sem haldin var á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir Kjartan Jakob Hauksson ræðara. "Nú er það engin spurning að hann er Sjálfsbjargarvinur númer eitt," bætti Ragnar við og svo var Kjartan heiðraður með þreföldu húrrakalli. Innlent 13.10.2005 19:46
Verkfall hjá flugvirkjum Boeing Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að stöðva framleiðslu á flugvélum vegna verkfalls um 18 þúsund flugvirkja hjá félaginu. Boeing hefur átt í deilum við flugvirkjana að undanförnu og í kjölfar þess að þeir höfnuðu nýjast samningstilboði verksmiðjanna skall verkfallið á. Erlent 13.10.2005 19:46
Nýtt íþróttahús rís í Fjarðabyggð Bygging fjölnota íþróttahúss og líkamsræktarstöðvar er hafin á Reyðarfirði. Stefnt er að því að líkamsræktarstöðin taki til starfa í vetur og að íþróttahúsið verði tekið í notkun næsta vor. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 400 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:46
Bush sendir liðsauka til Louisiana George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að sjö þúsund hermenn til viðbótar yrðu sendir til Louisiana til þess að sinna hjálparstörfum og halda uppi lögum og reglu, en glæpamenn hafa farið ránshendi um svæðið og myrt og nauðgað fólki sem verður á vegi þeirra. Von er á liðsaukanum á næstu þremur sólarhringum. Erlent 13.10.2005 19:46
Þjónustumiðstöð opnuð í borginni Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Innlent 13.10.2005 19:46
Breskur gísl drepinn í Afganistan Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að Breti sem rænt var fyrir þremur dögum í landinu hefði fundist látinn. Maðurinn, David Addison, starfaði við öryggisgæslu í tengslum við vegagerð í vesturhluta Afganistans en var rænt á miðvikudag ásamt túlki eftir að byssumenn höfðu ráðist á bílalest sem þeir voru í. Þrír féllu í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:46
Ungir góðgerðarmenn Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. Innlent 13.10.2005 19:46
Slepptu blöðrum í minningu látinna Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Erlent 13.10.2005 19:46
Borgun fyrir að vera heima Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að hann muni reyna að vinna þeirri tillögu fylgi að foreldrar barna á aldrinum níu til átján mánuða fái greitt fyrir að vera heima með þau. Innlent 13.10.2005 19:46
Gríðarleg reiði í garð stjórnvalda Vörubifreiðar hlaðnar vistum og vopnum komu loks í tugatali til New Orleans í gærkvöld. Gríðarleg reiði ríkir í garð stjórnvalda sem þykja hafa brugðist seint og illa við. Erlent 13.10.2005 19:46
Leita Íslendings á hamfarasvæðum Íslenskrar konu er saknað eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust, frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna, en ekki er búist við miklu þaðan, eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum. Erlent 13.10.2005 19:46
Funda líklega síðar í mánuðinum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, munu að öllum líkindum funda seint í mánuðinum, að því er ísraelska dagblaðið <em>Haaretz</em> greinir frá. Það verður fyrsti fundur leiðtoganna eftir að ísraelskir landnemar fluttu frá öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni og fjórum byggðum á Vesturbakkanum. Erlent 13.10.2005 19:46
Kjartan að koma til Reykjavíkur Kjartan Jakob Hauksson ræðari á stutt eftir til Reykjavíkur. Búist er við að hann rói inn við Ægisgarð á árabát sínum um tvöleytið. Þá verða 92 dagar liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní s.l og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:46
Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Innlent 13.10.2005 19:46
Sveit tekin úr viðbragðsstöðu Íslenskar björgunarsveitir fara að líkindum ekki til hamfarasvæðanna í suðurríkjum Bandaríkjanna og hefur íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verið tekin úr viðbragðsstöðu. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þurfa Bandaríkjamenn að biðja sjálfir um aðstoðina en þeir hafa ekki gert það hingað til og ólíklegt er að þeir geri það. Erlent 13.10.2005 19:46
Guðmundur Kjærnested látinn Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Guðmundur átti að baki áratuga starf hjá Gæslunni og var yfirskipherra í síðasta þorskastríðinu. Óhætt er að segja að hann hafi þá orðið sönn þjóðhetja í augum landa sinna. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu, Margréti Önnu Símonardóttir Kjærnested, og fjögur börn. Innlent 13.10.2005 19:46
Nektarsinnum fjölgar í Danmörku Nektarsinnum í Danmörku fer nú ört fjölgandi, en á síðustu þremur árum hefur félögum í sambandi nektarsinna í Danmörku fjölgað um þriðjung. Í Álaborg einni hefur félögum fjölgað um 40 prósent á hálfu ári og eftir því sem segir á vef <em>Politken</em> má meðal annars rekja fjölgunina til þess að fólki hefur verið leyft að synda nakið í sundhöll borgarinnar á ákveðnum tímum. Erlent 13.10.2005 19:46
Tap gegn Króötum Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Sport 17.10.2005 23:42
Óttast Atlantshafsferðina Ein þeirra sem tóku á móti Kjartani ræðara í gær var Líf dóttir hans en hún fór með litlu tíkina sína, hana Skvísu, um borð í björgunarbátinn Ásgrím S. Björnsson og sigldi á móti föður sínum þegar hann kom róandi að Reykjavíkurhöfn. Innlent 13.10.2005 19:46
Bush sendir fleiri hermenn George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að 7.200 hermenn og 10.000 þjóðvarðliðar verði sendir til björgunarstarfa á hamfarasvæðin í Louisiana. Erlent 13.10.2005 19:46
Vill greiðslur til að brúa bil Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, vill láta greiða foreldrum barna á aldrinum níu til átján mánaða svo að þau geti til dæmis og ef þeir kjósa greitt öfum og ömmum laun fyrir að passa börnin. Innlent 13.10.2005 19:46
Vitar verði nýttir í ferðaþjónustu Margir Norðmenn kjósa að verja sumarleyfisdögunum í vita og njóta norskir eyðivitar og auð vitavarðahús vaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Formaður Íslenska vitafélagsins vill að vitar Íslands verði einnig nýttir í þágu íslenskrar strandmenningar. Innlent 13.10.2005 19:46
Von á frekari liðsstyrk Bandaríkjaher hefur ákveðið að senda 10 þúsund þjóðvarðliða til viðbótar á hamfarasvæðin í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þeir bætast í hóp 30 þúsund þjóðvarðliða sem vinna nú hörðum höndum að því að tryggja öryggi og koma mat og drykk til þeirra sem þurfa á því að halda. Erlent 13.10.2005 19:46
Fjöldi króatískra stuðningsmanna Stuðningsmenn króatíska liðsins í knattspyrnu fjölmenntu til landsins vegna leiks Íslendinga og Króata. Einn þeirra segir þá glaða og drekka mikinn bjór en fæstir séu þeir fótboltabullur. Innlent 13.10.2005 19:46
Eldar loga víða á hamfarasvæðum Eldar loga nú á 50-60 stöðum á flóðasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna, samkvæmt fréttastöðinni <em>CNN</em>, en lítið er gert til þess að slökkva þá þar sem mannskap vantar. Mikill eldur er í iðnaðarhverfi í New Orleans og virðist sem hann berist frá einu vöruhúsi til annars óhindrað. Þykkan reykjarmökk leggur yfir borgina af þessum sökum. Erlent 13.10.2005 19:46
Gísli Marteinn starfar fyrir RÚV "Ég er að störfum fyrir Ríkisútvarpið í ýmsum sérverkefnum. Þar á meðal er ég að vinna að undirbúningi fyrir afmælishátíð Ríkissjónvarpsins vegna fjörutíu ára afmælis þess auk þess að ýmsum málum vegna sjónvarpdagskrár vetrarins og þar á meðal evróvisíón keppninnar," segir Gísli Marteinn Baldursson. Innlent 13.10.2005 19:46