Fréttir Eldur í húsi að Klapparstíg Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út fyrir stundu vegna elds í tveggja hæða húsi að Klapparstíg 30. Þar er til húsa veitingastaðurinn Sirkus. Að sögn slökkviliðsins er eldurinn þó ekki á veitingastaðnum heldur í íbúð á annarri hæð hússins. Unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins, sem hefur m.a. læst sig í veggi, en eldsupptök eru ókunn. Innlent 14.10.2005 06:40 Sjálfstæðisflokkurinn fær stuðning "Í fyrra var sjálfseignarfélagsformið málamiðlun milli stjórnarflokkanna en margir sjálfstæðismenn vildu þá hlutafélagsformið. Nú lítur út fyrir að Evrópusambandið hafi gengið í lið með Sjálfstæðisflokknum," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Varð undir hesti sínum í göngum Björgunarsveitin Dalvík og Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna slyss í Þverárdal inn af Skíðadal en þar hafði gangnamaður orðið undir hesti sínum og slasast nokkuð. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á staðin frá Dalvík. Hinn slasaði var borinn á móts við sjúkrabíl um 5 kílómetra leið. Innlent 14.10.2005 06:40 Mikill erill eftir Ljósanótt Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Innlent 14.10.2005 06:40 Pysjudauði vegna ætisskorts Dauðar pysjur hafa fundist á að minnsta kosti tveimur stöðum í Vestmannaeyjum. Ætisskortur og norðanáhlaup í vikunni sem leið er meðal þess sem hrakið hefur lundann úr Eyjum. Pysjurnar sitja eftir ófullburða og talsvert færri en vanalega. Innlent 13.10.2005 19:46 Saknað frá fyrsta degi hamfara Íslenskrar konu er saknað í Missisippi eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Erlent 13.10.2005 19:46 Hafa boðið aðstoð rústasveitar Neyðaraðstoð er loks farin að berast í nokkrum mæli til New Orleans, á sjötta degi eftir að fellibylurinn Katrín lagði hana í rúst. Skipulag neyðaraðstoðar er harðlega gagnrýnt og er alríkisstjórnin sökuð um kynþáttamismunun. Íslensk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð Alþjóðarústabjörgunarsveitarinnar og var sveitin sett í viðbragðsstöðu í gær. Erlent 13.10.2005 19:46 Lítt skemmd í hamförunum Vísindamenn telja kóralrif við Indlandshaf hafa að langmestu leyti sloppið vel í flóðbylgjunni á annan dag jóla í fyrra. Erlent 13.10.2005 19:46 Vaxandi spenna í Noregi Verkamannaflokkurinn tapar fylgi en stjórnarflokkar bæta við sig í nýrri könnun Aftenposten.Vinstriflokkurinn gæti ráðið úrslitum en hann styður hægristjórn Bondeviks. Erlent 13.10.2005 19:46 Barn frá Skorradal varð að víkja Barni frá Skorradal var sagt upp á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri um í síðustu viku þar sem börnum fjölgar á Hvanneyri en leikskólapláss eru ekki næg. "Þetta eru engar hefndaraðgerðir fyrir það að hafa ekki samþykkt sameininguna í vor það eru einfaldlega reglur í gangi sem kveða á um forgang þeirra sem búa í sveitarfélaginu og við verðum að fara eftir þeim," segir Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit. Innlent 13.10.2005 19:46 Fékk hest ofan á sig Maður slasaðist þegar hann lenti undir hesti sínum í Þverárdal, við Skíðadal, síðdegis í gær. Björgunarsveitin á Dalvík og Björgunarsveitin Tindur frá Ólafsfirði voru kallaðar út til aðstoðar þar sem flytja þurfti manninn nokkra leið niður á veg. Innlent 13.10.2005 19:46 Sendi þingforseta samúðarskeyti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur sent forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, John Dennis Hastert, samúðarorðsendingu vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa af völdum fellibylsins Katrínar í suðurhluta Bandaríkjanna. Í orðsendingunni segir m.a. að íslenska þjóðin sé harmi slegin vegna þess fjölda sem látist hafi í þessum miklu náttúruhamförum og þeirrar eyðileggingar sem fellibylurinn hafi skilið eftir sig. Erlent 13.10.2005 19:46 Minntust látinna gísla í Beslan Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og minntust yfir 300 gísla sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Rússneskar hersveitir réðust inn á þriðja degi umsátursins þegar sprenging heyrðist innan úr skólanum klukkan fimm mínútur yfir eitt eftir hádegi að staðartíma. Erlent 13.10.2005 19:46 Eldur í blokk við Kleppsveg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg í nótt og þegar að var komið logaði eldur í djúpsteikingarpotti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsráðandi, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:46 Var nýkominn úr síbrotagæslu Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála. Innlent 13.10.2005 19:46 Ástandið batnar í New Orleans Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst. Erlent 13.10.2005 19:46 Handteknir fyrir mannrán Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum. Innlent 13.10.2005 19:46 Olíuleiðsla sprengd upp í N-Írak Sprengja sprakk við stóra olíuleiðslu í norðurhluta Íraks í morgun með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í henni. Svo virðist sem vegsprengju hafi verið komið fyrir nærri leiðslunni en hún liggur frá olíuvinnslusvæði við Krikuk til tyrknesku hafnarborgarinnar Ceyhan. Olía mun hafa lekið um tvo kílómetra frá staðnum þar sem sprengingin varð og þá tók það slökkvilið nokkrar klukkustundir að slökkva elda sem kviknuðu við sprenginguna. Erlent 13.10.2005 19:46 Verjast innrás Bandaríkjanna Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir að njósnir hafi borist af því að hersveitir NATO hafi þjálfað sig fyrir innrás í landið og verið sé að búa Venesúela undir slíka innrás. Erlent 13.10.2005 19:46 Grunur um íkveikju í París Lögreglu í París grunar að kveikt hafi verið í íbúðarhúsinu sem brann á föstudaginn í síðustu viku með þeim afleiðingum að 17 afrískir innflytendur fórust. Sérfræðingar útiloka að bensín hafi verið notað til þess að kveikja í en segja þá staðreynd að eldurinn breiddist mjög hratt út benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Erlent 13.10.2005 19:46 Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Innlent 13.10.2005 19:46 Frá Líbanon vegna hneykslis Sameiuðu þjóðirnar hafa skipað stjórnvöldum í Úkraínu að kalla heim friðargæsluliða sína frá Líbanon vegna aðildar sumra þeirra að fjármálahneyksli, en samkvæmt Reuters-fréttastofunni áttu mennirnir aðild að því að selja olíu frá Sameinuðu þjóðunum að andvirði um 60 milljóna króna. Erlent 13.10.2005 19:46 Þjóðhetja fellur frá Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum bæði til sjós og lands. Innlent 13.10.2005 19:46 Á sjúkrahús vegna augnkvilla Jaques Chirac, forseti Frakklands, lagðist inn á sjúkrahús í dag og verður þar næstu vikuna vegna augnsjúkdóms. Forsetinn er 72 ára og hefur öllum skipulögðum verkefnum verið frestað um óákveðinn tíma meðan hann liggur inni. Talsmaður hans vill þó sem minnst gera úr málinu og segir Chirac stálsleginn, meðferðin sem hann þurfi að fara í gegnum sé hættulaus og í raun smávægileg. Erlent 13.10.2005 19:46 Hópferðamiðstöð kærir útboð Hópferðamiðstöðin hefur kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisleiðum á Íslandi næstu þrjú ár til Samkeppnisstofnunar og kærunefndar útboðsmála. Innlent 13.10.2005 19:46 Þjónustumiðstöð opnuð í borginni Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Innlent 13.10.2005 19:46 Breskur gísl drepinn í Afganistan Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að Breti sem rænt var fyrir þremur dögum í landinu hefði fundist látinn. Maðurinn, David Addison, starfaði við öryggisgæslu í tengslum við vegagerð í vesturhluta Afganistans en var rænt á miðvikudag ásamt túlki eftir að byssumenn höfðu ráðist á bílalest sem þeir voru í. Þrír féllu í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:46 Ungir góðgerðarmenn Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. Innlent 13.10.2005 19:46 Slepptu blöðrum í minningu látinna Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Erlent 13.10.2005 19:46 Borgun fyrir að vera heima Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að hann muni reyna að vinna þeirri tillögu fylgi að foreldrar barna á aldrinum níu til átján mánuða fái greitt fyrir að vera heima með þau. Innlent 13.10.2005 19:46 « ‹ ›
Eldur í húsi að Klapparstíg Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út fyrir stundu vegna elds í tveggja hæða húsi að Klapparstíg 30. Þar er til húsa veitingastaðurinn Sirkus. Að sögn slökkviliðsins er eldurinn þó ekki á veitingastaðnum heldur í íbúð á annarri hæð hússins. Unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins, sem hefur m.a. læst sig í veggi, en eldsupptök eru ókunn. Innlent 14.10.2005 06:40
Sjálfstæðisflokkurinn fær stuðning "Í fyrra var sjálfseignarfélagsformið málamiðlun milli stjórnarflokkanna en margir sjálfstæðismenn vildu þá hlutafélagsformið. Nú lítur út fyrir að Evrópusambandið hafi gengið í lið með Sjálfstæðisflokknum," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Varð undir hesti sínum í göngum Björgunarsveitin Dalvík og Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna slyss í Þverárdal inn af Skíðadal en þar hafði gangnamaður orðið undir hesti sínum og slasast nokkuð. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á staðin frá Dalvík. Hinn slasaði var borinn á móts við sjúkrabíl um 5 kílómetra leið. Innlent 14.10.2005 06:40
Mikill erill eftir Ljósanótt Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Innlent 14.10.2005 06:40
Pysjudauði vegna ætisskorts Dauðar pysjur hafa fundist á að minnsta kosti tveimur stöðum í Vestmannaeyjum. Ætisskortur og norðanáhlaup í vikunni sem leið er meðal þess sem hrakið hefur lundann úr Eyjum. Pysjurnar sitja eftir ófullburða og talsvert færri en vanalega. Innlent 13.10.2005 19:46
Saknað frá fyrsta degi hamfara Íslenskrar konu er saknað í Missisippi eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Erlent 13.10.2005 19:46
Hafa boðið aðstoð rústasveitar Neyðaraðstoð er loks farin að berast í nokkrum mæli til New Orleans, á sjötta degi eftir að fellibylurinn Katrín lagði hana í rúst. Skipulag neyðaraðstoðar er harðlega gagnrýnt og er alríkisstjórnin sökuð um kynþáttamismunun. Íslensk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð Alþjóðarústabjörgunarsveitarinnar og var sveitin sett í viðbragðsstöðu í gær. Erlent 13.10.2005 19:46
Lítt skemmd í hamförunum Vísindamenn telja kóralrif við Indlandshaf hafa að langmestu leyti sloppið vel í flóðbylgjunni á annan dag jóla í fyrra. Erlent 13.10.2005 19:46
Vaxandi spenna í Noregi Verkamannaflokkurinn tapar fylgi en stjórnarflokkar bæta við sig í nýrri könnun Aftenposten.Vinstriflokkurinn gæti ráðið úrslitum en hann styður hægristjórn Bondeviks. Erlent 13.10.2005 19:46
Barn frá Skorradal varð að víkja Barni frá Skorradal var sagt upp á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri um í síðustu viku þar sem börnum fjölgar á Hvanneyri en leikskólapláss eru ekki næg. "Þetta eru engar hefndaraðgerðir fyrir það að hafa ekki samþykkt sameininguna í vor það eru einfaldlega reglur í gangi sem kveða á um forgang þeirra sem búa í sveitarfélaginu og við verðum að fara eftir þeim," segir Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit. Innlent 13.10.2005 19:46
Fékk hest ofan á sig Maður slasaðist þegar hann lenti undir hesti sínum í Þverárdal, við Skíðadal, síðdegis í gær. Björgunarsveitin á Dalvík og Björgunarsveitin Tindur frá Ólafsfirði voru kallaðar út til aðstoðar þar sem flytja þurfti manninn nokkra leið niður á veg. Innlent 13.10.2005 19:46
Sendi þingforseta samúðarskeyti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur sent forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, John Dennis Hastert, samúðarorðsendingu vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa af völdum fellibylsins Katrínar í suðurhluta Bandaríkjanna. Í orðsendingunni segir m.a. að íslenska þjóðin sé harmi slegin vegna þess fjölda sem látist hafi í þessum miklu náttúruhamförum og þeirrar eyðileggingar sem fellibylurinn hafi skilið eftir sig. Erlent 13.10.2005 19:46
Minntust látinna gísla í Beslan Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og minntust yfir 300 gísla sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Rússneskar hersveitir réðust inn á þriðja degi umsátursins þegar sprenging heyrðist innan úr skólanum klukkan fimm mínútur yfir eitt eftir hádegi að staðartíma. Erlent 13.10.2005 19:46
Eldur í blokk við Kleppsveg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg í nótt og þegar að var komið logaði eldur í djúpsteikingarpotti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsráðandi, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:46
Var nýkominn úr síbrotagæslu Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála. Innlent 13.10.2005 19:46
Ástandið batnar í New Orleans Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst. Erlent 13.10.2005 19:46
Handteknir fyrir mannrán Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum. Innlent 13.10.2005 19:46
Olíuleiðsla sprengd upp í N-Írak Sprengja sprakk við stóra olíuleiðslu í norðurhluta Íraks í morgun með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í henni. Svo virðist sem vegsprengju hafi verið komið fyrir nærri leiðslunni en hún liggur frá olíuvinnslusvæði við Krikuk til tyrknesku hafnarborgarinnar Ceyhan. Olía mun hafa lekið um tvo kílómetra frá staðnum þar sem sprengingin varð og þá tók það slökkvilið nokkrar klukkustundir að slökkva elda sem kviknuðu við sprenginguna. Erlent 13.10.2005 19:46
Verjast innrás Bandaríkjanna Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir að njósnir hafi borist af því að hersveitir NATO hafi þjálfað sig fyrir innrás í landið og verið sé að búa Venesúela undir slíka innrás. Erlent 13.10.2005 19:46
Grunur um íkveikju í París Lögreglu í París grunar að kveikt hafi verið í íbúðarhúsinu sem brann á föstudaginn í síðustu viku með þeim afleiðingum að 17 afrískir innflytendur fórust. Sérfræðingar útiloka að bensín hafi verið notað til þess að kveikja í en segja þá staðreynd að eldurinn breiddist mjög hratt út benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Erlent 13.10.2005 19:46
Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Innlent 13.10.2005 19:46
Frá Líbanon vegna hneykslis Sameiuðu þjóðirnar hafa skipað stjórnvöldum í Úkraínu að kalla heim friðargæsluliða sína frá Líbanon vegna aðildar sumra þeirra að fjármálahneyksli, en samkvæmt Reuters-fréttastofunni áttu mennirnir aðild að því að selja olíu frá Sameinuðu þjóðunum að andvirði um 60 milljóna króna. Erlent 13.10.2005 19:46
Þjóðhetja fellur frá Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum bæði til sjós og lands. Innlent 13.10.2005 19:46
Á sjúkrahús vegna augnkvilla Jaques Chirac, forseti Frakklands, lagðist inn á sjúkrahús í dag og verður þar næstu vikuna vegna augnsjúkdóms. Forsetinn er 72 ára og hefur öllum skipulögðum verkefnum verið frestað um óákveðinn tíma meðan hann liggur inni. Talsmaður hans vill þó sem minnst gera úr málinu og segir Chirac stálsleginn, meðferðin sem hann þurfi að fara í gegnum sé hættulaus og í raun smávægileg. Erlent 13.10.2005 19:46
Hópferðamiðstöð kærir útboð Hópferðamiðstöðin hefur kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisleiðum á Íslandi næstu þrjú ár til Samkeppnisstofnunar og kærunefndar útboðsmála. Innlent 13.10.2005 19:46
Þjónustumiðstöð opnuð í borginni Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Innlent 13.10.2005 19:46
Breskur gísl drepinn í Afganistan Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að Breti sem rænt var fyrir þremur dögum í landinu hefði fundist látinn. Maðurinn, David Addison, starfaði við öryggisgæslu í tengslum við vegagerð í vesturhluta Afganistans en var rænt á miðvikudag ásamt túlki eftir að byssumenn höfðu ráðist á bílalest sem þeir voru í. Þrír féllu í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:46
Ungir góðgerðarmenn Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. Innlent 13.10.2005 19:46
Slepptu blöðrum í minningu látinna Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Erlent 13.10.2005 19:46
Borgun fyrir að vera heima Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að hann muni reyna að vinna þeirri tillögu fylgi að foreldrar barna á aldrinum níu til átján mánuða fái greitt fyrir að vera heima með þau. Innlent 13.10.2005 19:46