Fréttir

Fréttamynd

Spá verðbólgu og launaskriði

Samkvæmt verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka er útlit fyrir 0,9% hækkun vísitölu neysluverðs á milli ágúst og september.Margt leggst á eitt og stuðlar að mikilli hækkun vísitölunnar að þessu sinni. Útsölulok ásamt hækkun eldsneytisverðs er helsta skýring hækkunarinnar, en fleira kemur til.

Innlent
Fréttamynd

Vatni dælt úr New Orleans

Vinna er hafin við að dæla vatni af götum New Orleans út í stöðuvatnið Pontchartrain, en gríðarlegt heinsunarátak og uppbyggingarstarf er nú framundan í borginni. Verkfræðingar vinna hörðum höndum að því að gera við og loka risastórum rofum sem komu í varnargarða við vatnið þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið fyrir rúmri viku og olli hrikalegri eyðileggingu.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylur í Japan

Öflugur fellibylur reið yfir suðurhluta Japan í gær með þeim afleiðingum að einn lést og fjörutíu slösuðust. Sextán er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Banaslys í hellusteypu

Banaslys varð í hellusteypufyrirtæki við Vagnhöfða í Reykjavík um miðjan dag í gær. Maður á þrítugsaldri féll ofan í síló sem var fullt af sandi. Maðurinn var látinn þegar hann náðist upp. Hann hét Daði Þór Guðlaugsson og var til heimilis að Mávahlíð 6. Daði var ókvæntur og barnlaus. Fulltrúar Vinnueftirlitsins og rannsóknardeildar lögreglunnar rannsaka tildrög slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Hvatapeningar handa börnum

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að úthluta hverju barni á aldrinum 6-16 ára hvatapeningum sem nota á til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Fyrir þetta ár verður upphæðin 10 þúsund krónur á barn, en 20 þúsund á árinu 2006.

Innlent
Fréttamynd

Áfall fyrir ákæruvaldið

Dómarar í Baugsmálinu segja slíka annmarka á hluta ákæra að þeim verði jafnvel vísað frá. Saksóknari fagnar ábendingum dómara. Eiríkur Tómasson lagaprófessor talar um áfall fyrir ákæruvaldið. Verjandi Jóns Ásgeirs telur framhaldsákæru útilokaða.

Innlent
Fréttamynd

Hringir Satúrnusar úr snjóboltum

Agnirnar sem mynda hringina í kring um plánetuna Satúrnus eru miklu líkari mjúkum snjóboltum en ísklumpum, eins og sumir vísindamenn hafa hingað til lýst þeim.

Erlent
Fréttamynd

Vísað til Framkvæmdaráðs

Kjartan Magnússon kynnti í borgarstjórn í gær tillögu að því að taka upp gjaldfrí bílastæði með tímatakmörkunum, líkt og gert hefur verið á Akureyri. Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram breytingartillögu, sem var samþykkt, um að vísa hugmyndinni til Framkvæmdaráðs, sem myndi skoða slíkt kerfi í samráði við hagsmunaaðila. 

Innlent
Fréttamynd

Saddam játar á sig glæpi

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, hefur játað að hafa fyrirskipað aftökur og önnur óhæfuverk í stjórnartíð sinni, sagði Jalal Talabani, núverandi forseti, í sjónvarpsviðtali í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

Vinnuslys við Kárahnjúka

Þrír menn slösuðust í tveimur vinnuslysum á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka síðdegis í gær. Í öðru slysinu klemmdust tveir menn undir steypustyrktarjárngrind og fótbrotnuðu þegar þeir voru að festa grindina. Þeir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Innri leið verður fyrir valinu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í borgarstjórn í gær að farin verði innri leið Sundabrautar fyrir þá átta milljarðar sem ríkið hefur ákveðið að veita til framkvæmdanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að úthlutað hefði verið til mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, ef Reykjavíkurlistinn hefði ekki hafnað slíkum hugmyndum.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöldum frestað

Réttarhöldum yfir karli og konu sem eru ákærð fyrir að hafa myrt Gísla Þorkelsson í bænum Boksburg í Suður-Afríku í júní síðastliðnum, var í gær frestað þar til í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Álversstækkun hitamál í Firðinum

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í gærkvöldi um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fjallaði meira um pólitíska afstöðu en skipulagsmál. Fjölmenni sótti fundinn í Hafnarborg þar sem pundað var á forsvarsmenn álversins um aukna umhverfis- og sjónmengun frá stækkuðu álveri, nálægðina við nýja byggð í Hafnarfirði og efasemdir þeirra um hugsanlega íbúakosningu um stækkunaráformin.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið brátt skuldlaust við útlönd

Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu 66,7 milljarða króna síðdegis í gær fyrir Landssíma Íslands. Þar af greiddi félagið rúma 32 milljarða króna í erlendri mynt og verður þeim hluta greiðslunnar varið strax til þess að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegssýningin fer stækkandi

36 lönd sýna framleiðslu sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem verður opnuð í Smáranum á morgun. Allt sýningarpláss seldist upp. Íslenska sjávarútvegssýningin fer stöðugt stækkandi og er með þeim stærstu sem haldnar eru á þessu sviði, í heiminum. Sýningin er fyrst og fyrst ætluð framleiðendum og fagaðilum og þeir koma víða að úr heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdir unnar á minningargarði

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmdir hafi verið unnar á minningargarði um þá sem létust í snjóflóðinu á Flateyri. Bíl var ekið inn í hann aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að djúp hjólför mynduðust. Um spellvirki er að ræða og hefur það verið kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir eiga yfir milljarð

Fjórir forstjórar fyrirtækja, sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, eiga yfir einn milljarð í hlutabréfum í því félagi sem þeir stýra. Þetta eru Lýður Guðmundsson, Róbert Wessmann, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip með lægsta tilboð

Í dag voru voru opnuð tilboð í rekstur Herjólfs til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þrjú tilboð bárust og var Eimskip með lægsta tilboðið, sem er langt undir kostnaðaráætlun en þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningu um álver

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fór fram í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Oddviti Vinstri - grænna segir framgöngu forsvarsmanna álversins á fundinum misbjóða bæjarbúum.

Innlent
Fréttamynd

Einnar íslenskrar konu enn leitað

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch og Karly Jóna Kristjónsdóttir Legere eru fundnar. Þær voru báðar heilar á húfi heima eftir fellibylinn Katrínu. Halldór Gunnarsson bankaði upp á hjá þeim. Einnar konu, Ritu Daudin, er leitað.

Erlent
Fréttamynd

Karlý Jóna fundin heil á húfi

Íslenska konan, Karlý Jóna Kristjónsdóttir Legere, sem saknað var eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir Bandaríkin, er komin í leitirnar, heil á húfi. Samkvæmt Morgunblaðinu í dag hafði íslenskur maður, sem býr í Mississippi, upp á henni, en ekkert hafði spurt til hennar í marga daga.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuverkefni tryggðir peningar

Búið er að ganga frá fjármögnun verkefnis um sjúkraflutninga og -þjónustu í dreifðari byggðum, en fjármögnunin var forsenda þess að Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins styrkti verkefnið um tæpar 55 milljónir króna fram til ársins 2007.

Innlent
Fréttamynd

Portúgalir fá launin leiðrétt

Portúgalskur starfsmaður fyrirtækis á Akranesi fékk í gær laun sín leiðrétt fjóra mánuð aftur í tímann. Upphæðin nam 94.100 krónum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugleika og öryggi vantar

Leikskólastjórar í Breiðholti, Árbæ og Grafarholti eru uggandi yfir því ástandi sem skapast hefur í leikskólum vegna starfsmannaeklu. Þeir hittust á fundi í gær þar sem ræddar voru hugsanlegar leiðir til úrlausnar á vandanum.

Innlent
Fréttamynd

29 fórust í eldsvoða

Talið er að tuttugu og níu manns hafi farist og um fjörtíu slasast þegar eldur kom upp í leikhúsi í Egyptalandi í gærkvöld. Atvikið átti sér stað með þeim hætti að einn leikarinn missti kerti á gólfið með þeim afleiðingum að eldur breiddist út á miklum hraða um leikhúsið, en sviðið var að mestu gert úr pappír.

Erlent
Fréttamynd

Púlað fyrir málstaðinn

Kjartan Jakob Hauksson lauk um síðustu helgi einni viðamestu áheitaferð sem lagt hefur verið upp í hér á landi en hún hófst síðsumars 2003. Þá lagði hann af stað frá Reykjavíkurhöfn á bát sínum Rödd hjartans með það fyrir augum að róa umhverfis landið og safna áheitum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar.

Innlent
Fréttamynd

Liðkað fyrir erlendu vinnuafli

Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að úrbóta sé að vænta.

Innlent
Fréttamynd

Hvirfilbylurinn Nabi í Japan

Öflugur hvirfilbylur reið yfir Japan í morgun. Fjórir létust og fjórtán er saknað. Tugir þúsunda urðu að flýja heimili sín þegar bylurinn Nabi skall á ströndinni með miklum látum. Vindhraðinn var um þrjátíu og fimm metrar á sekúndu og urðu umtalsverðar skemmdir, flóð og aurskriður.

Erlent
Fréttamynd

Ákaflega gleðilegt

"Þetta er ákaflega gleðilegt fyrir mig og alla sem starfa hjá Landhelgisgæslunni enda löngu tímabært," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

18 milljarðar í hátæknisjúkrahús

Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar.

Innlent