Innlent

Íslensk kona ófundin

Ritu Daudin, íslensku konunnar sem saknað er eftir fellibylinn Katrínu á suðurströnd Bandaríkjanna, er enn ófundin. Einnig er leitað að syni hennar. Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu segir að talið sé að hús Ritu standi það ofarlega í hverfinu Metairie í New Orleans það geti hafa sloppið við flóðvatnið: "Það er hins vegar ekki talið líklegt að hús sonar hennar sé jafnvel staðsett." Pétur segir að ræðismaður Íslendinga í New Orleans vinni að því að fá einhvern til að fara að heimili konunnar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×