Hátt gengi - tap í sjávarútvegi 6. september 2005 00:01 Sjávarútvegurinn verður af um fimmtán milljörðum króna á ári vegna hás gengis íslensku krónunnar. Þetta segir Arnar Sigurmundsson. framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva. og telur að um 300 störf kunni að hafa tapast vegna þessa á undaförnum mánuðum. Minna útflutningsverðmæti sjávarútvegsins veldur tapinu en til viðbótar koma hækkanir á olíuverði. Skuldir sjávarútvegsins hafa lækkað vegna gengisins og ýmis kostnaður við tæki. Eftir standa hins vegar um fimmtán milljarðar sem greinin verður af. Laun sjómanna eru beintengd aflaverðmætinu og því hafa þau ekki hækkað til samræmis við annað. Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Þorbjarnar Fiskaness, segir þetta draga kjarkinn úr greininni og valda því að sjómenn og fiskvinnslufólk flýi í betur borguð störf. Þorbjörn Fiskanes verður af um 800 milljónum ári vegna hágengisins. Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að hátt gengi hafi í för með sér að tekjur margra fyrirtækja séu 10-15 prósentum minni en ella. Auðvitað sé ákveðinni tilkostnaður minni vegna hágengisins, til að mynda olía, en engu að síður hafi það neikvæð áhrif á útflutningsgreinar. Spurður hvort þetta komi jafn niður á öllum greinum segir Arnar að þetta birtist mest í því að fyrirtæki sem hafi átt við erfiðleika að etja að undanförnu verði fyrst fyrir barðinu á hágenginu. Arnar nefnir sem dæmi fyrirtæki í rækjuvinnslu þar sem illa hafi gengið undafarin 3-4 ár og fyrirtæki sem séu nýkomin af stað eða gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Hann hafi orðið var við það að undanförnu að þessum fyrirtækjum hafi verið lokað. Aðspurðu hvaða þýðingu þetta hafi fyrir störf í greininni segir Arnar að það sé alveg ljóst að á þessu ári hafi nokkur störf tapast í fiskvinnslu. Stundum gerist það þannig að þegar fyrirtæki sé lokað á einum stað sé annað á næsta stað sem taki við verkefnunum, kannski með svipuðum fjölda starfsfólks. Engu að síður telji hann að það sé ekki ofáætlað að á milli 200-300 störf hafi tapast vegna hágengisins, en fiskvinnsla hafi verið lögð á landinu. Eiríkur segir erfitt að setja fingur á ástandið því menn haldi áfram í lengstu lög. Þetta sé þó klárlega mikil blóðtaka fyrir atvinnugreinina. Það hafi hist svo vel á að eftirspurn eftir sjávarafurðum sé mikil og verðið því hærra, það geti þó ekki hækkað endalaust án þess að neytendur fari að snúa sér að öðrum afurðum. Gengisvísitalan er um eitthundrað og sjö prósent en er um eitthundrað tuttugu og fimm í venjulegu ári. Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Sjávarútvegurinn verður af um fimmtán milljörðum króna á ári vegna hás gengis íslensku krónunnar. Þetta segir Arnar Sigurmundsson. framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva. og telur að um 300 störf kunni að hafa tapast vegna þessa á undaförnum mánuðum. Minna útflutningsverðmæti sjávarútvegsins veldur tapinu en til viðbótar koma hækkanir á olíuverði. Skuldir sjávarútvegsins hafa lækkað vegna gengisins og ýmis kostnaður við tæki. Eftir standa hins vegar um fimmtán milljarðar sem greinin verður af. Laun sjómanna eru beintengd aflaverðmætinu og því hafa þau ekki hækkað til samræmis við annað. Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Þorbjarnar Fiskaness, segir þetta draga kjarkinn úr greininni og valda því að sjómenn og fiskvinnslufólk flýi í betur borguð störf. Þorbjörn Fiskanes verður af um 800 milljónum ári vegna hágengisins. Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að hátt gengi hafi í för með sér að tekjur margra fyrirtækja séu 10-15 prósentum minni en ella. Auðvitað sé ákveðinni tilkostnaður minni vegna hágengisins, til að mynda olía, en engu að síður hafi það neikvæð áhrif á útflutningsgreinar. Spurður hvort þetta komi jafn niður á öllum greinum segir Arnar að þetta birtist mest í því að fyrirtæki sem hafi átt við erfiðleika að etja að undanförnu verði fyrst fyrir barðinu á hágenginu. Arnar nefnir sem dæmi fyrirtæki í rækjuvinnslu þar sem illa hafi gengið undafarin 3-4 ár og fyrirtæki sem séu nýkomin af stað eða gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Hann hafi orðið var við það að undanförnu að þessum fyrirtækjum hafi verið lokað. Aðspurðu hvaða þýðingu þetta hafi fyrir störf í greininni segir Arnar að það sé alveg ljóst að á þessu ári hafi nokkur störf tapast í fiskvinnslu. Stundum gerist það þannig að þegar fyrirtæki sé lokað á einum stað sé annað á næsta stað sem taki við verkefnunum, kannski með svipuðum fjölda starfsfólks. Engu að síður telji hann að það sé ekki ofáætlað að á milli 200-300 störf hafi tapast vegna hágengisins, en fiskvinnsla hafi verið lögð á landinu. Eiríkur segir erfitt að setja fingur á ástandið því menn haldi áfram í lengstu lög. Þetta sé þó klárlega mikil blóðtaka fyrir atvinnugreinina. Það hafi hist svo vel á að eftirspurn eftir sjávarafurðum sé mikil og verðið því hærra, það geti þó ekki hækkað endalaust án þess að neytendur fari að snúa sér að öðrum afurðum. Gengisvísitalan er um eitthundrað og sjö prósent en er um eitthundrað tuttugu og fimm í venjulegu ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira