Fréttir

Fréttamynd

Líklegri til að missa sjónina

Það er helmingi líklegra að reykingamenn missi sjónina en þeir sem ekki reykja. Nokkrar nýlegar rannsóknir benda til þess að tengsl reykinga við ótímabæra sjóndepru séu jafnsterk og við lungnakrabbamein. Stofnun blindra í Bretlandi ætlar að fara þess á leit að viðvörunum vegna þessa verði bætt við aðrar viðvaranir á sígarettupökkum.

Erlent
Fréttamynd

Hálka á Norður- og Austurlandi

Vegagerðin varar við hálku á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Mývatnsheiði og snjóþekja á Hólasandi. Þá er hálka á á Hellisheiði eystri og hálkublettir eru bæði á Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.

Innlent
Fréttamynd

Davíð hættir í stjórnmálum

Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Beita hörku í New Orleans

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að beita hörku til þess að fjarlægja þá sem enn þrjóskast við að yfirgefa New Orleans.

Erlent
Fréttamynd

Ákæruvaldið ávítað

Saksókn mála hefur sætt gagnrýni dómstóla í nokkrum umfangsmiklum málum síðustu ár. Ber þar hæst stóra málverkafölsunarmálið og mál endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna. Nú eru tvö mál stór mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekist er á um vinnubrögð ákæruvaldsins.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoði álögur á eldsneyti

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að taka til endurskoðunar álögur ríkisins á eldsneyti í tilkynningu sem sambandið sendir frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Ísleifur lætur af störfum

Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður 70 ára í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur komið víða við

Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur klukkan 15.15

Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðuð til fundar í Valhöll klukkan tvö. Í kjölfarið, klukkan 15.15, hyggst Davíð Oddsson svo halda blaðamannafund og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann tilkynna þar að hann gefi ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bein útsending verður frá fundinum á <strong>Stöð 2</strong>, <strong>Bylgjunni</strong>, <strong>Talstöðinni</strong> og á <strong><a title="Blaðamannafundur Sjálfstæðisflokksins" href="http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=1002" target="_blank"><font color="#000080">VefTV Vísis</font></a></strong>. 

Innlent
Fréttamynd

Laun hækkuð hjá útvöldum

"Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa að undanförnu hækkað laun þeirra starfsmanna sinna sem þykja eftirsóknarverðir til að tryggja að þeir hætti ekki," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Davíð verður seðlabankastjóri

Davíð Odddsson tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í Valhöll að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þá tilkynnti hann einnig að hann hygðist láta af embætti utanríkisráðherra 27. september og taka við sem formaður bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni.

Innlent
Fréttamynd

Geymslu skotvopna ábótavant

Tæplega tvær milljónir bandarískra barna búa á heimilum þar sem hlaðin skotvopn eru geymd á ótryggum stöðum, samkvæmt könnun á geymslu skotvopna á bandarískum heimilum.

Erlent
Fréttamynd

Leið eins og á eyðieyju

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch segir það versta við fellibylinn hafa verið að missa sambandið heim og ná ekki í systur sína Helgu Hrönn. Henni hafi liðið eins og á eyðieyju fyrstu dagana því hjálpin var engin. Lilja lá á útidyrahurðinni í þrjár klukkustundir til að halda henni aftur á meðan fellibylurinn geisaði.

Innlent
Fréttamynd

Skæruliði hótar Norðmönnum

Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Er ekki míní-Alþingi

 "Það er einfaldlega verið að reyna að koma í veg fyrir það að skoðanir sem eru óþægilegar fyrir stjórnarflokkana heyrist á fjórðungsþinginu," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, eftir fjórðungsþing Vestfjarða sem haldið var um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vantar 100 starfsmenn á Höfn

Um hundrað starfsmenn vantar til starfa hjá fyrirtækjum á Höfn í Hornafirði, samkvæmt útreikningi vefmiðilsins Hornafjordur.is.

Innlent
Fréttamynd

Hver áfanginn rekur annan

"Ég er að sjálfsögðu afar ánægður og tel að ég geti sagt það sama fyrir hönd starfsmanna spítalans því í þessu felst að við getum haldið ótrauðir áfram að vinna að þessu umfangsmikla og flókna verkefni sem undirbúningur fyrir nýja spítalann er," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala um fjárveitingu til byggingar hátæknisjúkrahúss 

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í hellusteypufyrirtæki

Banaslys varð í hellusteypufyrirtæki við Vagnhöfða í Reykjavík um miðjan dag í gær þegar maður á þrítugsaldri féll ofan í síló sem var fullt af sandi. Maðurinn grófst ofan í sandsílóið og var hann látinn þegar hann náðist upp.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hafin

Rannsókn er hafin á slysinu í Austurríki í gær þegar þyrla missti 750 kílógramma steypuklump úr 300 metra hæð á kláf í austurrísku Ölpunum í gær, með þeim afleiðingum að níu manns fórust.

Erlent
Fréttamynd

Á 144 km/h með nýtt skírteini

Ungur ökumaður með dagsgamalt bráðabirgðaökuskírteini var stöðvaður á 144 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi, rétt austan Þjórsár í gær. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli fékk hann rækilegt tiltal og ólíklegt að hann haldi skírteininu lengi haldi hann uppteknum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Tala fórnarlamba enn óljós

Í dag tókst loksins að fylla eitt af stærstu skörðunum í varnargarðinum umhverfis New Orleans. Verkfræðingar eru teknir til við að dæla vatni úr borginni og gera ráð fyrir að það taki þrjá mánuði. Þar með er vandinn þó hvergi nærri leystur, því umhverfissérfræðingar segja stórhættulegt að dæla flóðavatni blandað skólpi, líkum og spilliefnum út í Pontchartrain-vatn og Mississippi-fljót.

Erlent
Fréttamynd

Þrír slösuðust á Kárahnjúkum

Þrír menn slösuðust í tveimur vinnuslysum á Kárahnjúkum sem bæði áttu sér stað seinnipartinn í fyrradag. Hið fyrra varð með þeim hætti að járnfleki sem setja átti í stífluna færðist úr stað þegar átti að hífa hann með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn klemmdust með fætur milli fleka. </font />

Innlent
Fréttamynd

Róbótar í matvælavinnslu

Í fréttatilkynningu frá Marel hf. kemur fram að fyrirtækið standi nú á tímamótum í þróun og framleiðslu hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað því hafin er þróun tækni sem miðar að því að róbótar geti pakkað kjöt- og fiskafurðum án þess að mannshöndin komi þar nærri.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð fer lækkandi

Sjötíu og einn dollara á fatið var olíuverðið á heimsmarkaði dagana eftir að Katrín gekk yfir Mexíkóflóa og suðurströnd Bandaríkjanna. Olíuborpallar voru rýmdir, hreinsunarstöðvar og olíuleiðslur laskaðar og ástandið er ekki gott.

Erlent
Fréttamynd

Hátt gengi - tap í sjávarútvegi

Sjávarútvegurinn verður af um fimmtán milljörðum króna á ári vegna hás gengis íslensku krónunnar. Þetta segir Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, og telur að um 300 störf kunni að hafa tapast vegna þessa á undaförnum mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk kona ófundin

Ritu Daudin, íslensku konunnar sem saknað er eftir fellibylinn Katrínu á suðurströnd Bandaríkjanna, er enn ófundin. Einnig er leitað að syni hennar.

Innlent
Fréttamynd

Stærstur hluti Símafjár í skuldir

Stærstum hluta af söluandvirði Landsímans, tæpum sextíu og sjö milljörðum, verður varið til að greiða niður erlendar skuldir. Fjörutíu og þrír milljarðar fara í ýmis verkefni, meðal annars til að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús. Þá verður fimmtán milljörðum varið til vegagerðar, þar af rúmum tíu milljörðum til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, mestu í Sundabraut.

Innlent
Fréttamynd

Efast um áhuga sveitarfélaga

Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgafulltrúi Frjálslyndra, um að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að fela Reykjavíkurborg að leita eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um sameiningu sveitarfélaganna var ekki samþykkt í gær. Þess í stað var bókun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra samþykkt um að tillagan verði kynnt fyrir stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.  

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðarnefnd lögð niður

Úrskurðarnefnd um póst- og fjarskiptamál verður lögð niður samkvæmt tillögu sem samgönguráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að einfaldara þykir að samgönguráðuneytið úrskurði í málum þar sem ágreiningur um ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar á fjarskiptamarkaði kunna að koma upp.

Innlent