Innlent

Banaslys í hellusteypu

Banaslys varð í hellusteypufyrirtæki við Vagnhöfða í Reykjavík um miðjan dag í gær. Maður á þrítugsaldri féll ofan í síló sem var fullt af sandi. Maðurinn var látinn þegar hann náðist upp. Hann hét Daði Þór Guðlaugsson og var til heimilis að Mávahlíð 6. Daði var ókvæntur og barnlaus. Fulltrúar Vinnueftirlitsins og rannsóknardeildar lögreglunnar rannsaka tildrög slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×