Fréttir

Fréttamynd

Fagnar forgangsverkefnum Gæslunnar

Dómsmálaráðherra fagnar því að forgangsverkefni Landhelgisgæslunnar, nýtt skip og ný flugvél, séu í höfn. Þrír milljarðar af söluhagnaði Símans verða notaðir við kaupin. Stefnt er að því að nýtt varðskip verði tekið í notkun árið 2008 en ný flugvél ári áður.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir hvatningu

Lögreglan í Brönshöj í Danmörku handtók í dag dansk-marokkóskan mann fyrir að hvetja til heilags stríðs og þar með hryðjuverka. Said Mansour hefur framleitt og dreift fjölda geisladiska, dvd-diska og myndbanda sem innihalda efni sem hvetja menn til að berjast gegn fjandmönnum íslams og heiðingjum.

Erlent
Fréttamynd

Enginn áfellisdómur

"Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Flóð mannskæðustu hamfarirnar

Flóð eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar. Spáð er fimm til sjö fellibyljum á Mexíkóflóa á næstu þremur mánuðum. Hiti sjávar og lega loftstrauma í Atlanshafi bjóða ekki upp á að íbúar við Mexíkóflóa geti verið rólegir.

Erlent
Fréttamynd

Breskur bannlisti

Stjórnvöld í Bretlandi hafa sett saman lista yfir hundrað menn, sem verður meinað að koma til Bretlands í nánustu framtíð. Listinn er unninn í samráði við sendiráð Bretlands víða um heim, sem hafa bent á menn sem tengjast hryðjuverkasamtökum, eða hafa hvatt til hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Fagna breytingum á ráðherraliðinu

Landssamband Sjálfstæðiskvenna fagnar ákvörðun Davíðs Oddssonar fráfarandi formanns flokksins um breytingar á ráðherraliðinu. Ásta Möller, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, segir almenna ánægju með það innan flokksins hvernig til hefur tekist með val á ráðherrum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla leitar fransks ferðamanns

Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað í dag í leit að Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við ættingja sína í Frakklandi þann 23. ágúst og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi.

Innlent
Fréttamynd

Pallbílar og jeppar innkallaðir

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla ákveðnar gerðir pallbíla og jeppa, vegna mögulegs leka á hemlavökva inn í bremsurofa, sem getur valdið tæringu og ofhitnun. Ford hafði áður innkallað árgerð 2000 af þessum bílum en hefur nú ákveðið að innköllunin skuli ná til árgerða 1994-2002.

Innlent
Fréttamynd

Góður dagur fyrir íslensku þjóðina

"Þetta er góður dagur fyrir alla íslensku þjóðina og sérstaklega þá sem starfa innan Landhelgisgæslunar," sagði Georg Lárusson, forstjóri Landshelgisgæslunnar, en í gær tilkynnti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, formlega um þriggja milljarða króna fjárstyrk til handa Gæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður en dæmdur í öryggisgæslu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann á fertugsaldri af refsikröfu ákæruvaldsins, fyrir að ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði fyrir utan heimili hans í apríl. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, vegna andlegs ástands hans.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki skoðun á íbúakosningu

Ummæli oddvita Vinstri - grænna um að Alcan misbjóði Hafnfirðingum eru með öllu óskiljanleg segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hann kannast ekki við lýsingar oddvitans á borgarafundi um álverið fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Styttir leiðina til Ísafjarðar

"Við fögnum því að stjórnvöld skuli ætla að verja einum og hálfum milljarði til vegagerðar á Vestfjörðum," segir Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ um þá ráðagerð sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag vegna ágóðans af sölu Símans.

Innlent
Fréttamynd

Launalækkun á meðgöngu

Það er ekki kynjamisrétti að konur lækki í launum ef þær eru mikið frá vinnu vegna veikinda á meðgöngu. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins. Írsk kona, Margaret McKenna, notaði allt sitt launaða veikindaleyfi erfiðri meðgöngu árið 2000 og þegar hún tók frí fram yfir það, þá voru laun hennar lækkuð um helming.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um dauða Arafats

Arafat lést vegna hjartaáfalls á síðasta ári, en sérfræðinga greinir á um hvað olli því. Bæði bandaríska dagblaðið New York Times og ísraelsk dagblöð hafa látið sérfræðinga yfirfara læknaskýrslur Arafats, en fram til þessa hafa aðstandendur hans ekki viljað gera þær opinberar.

Erlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa: "Frá vorinu 2002, er ég var kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurlistann, hef ég lagt mig fram um að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum borgarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Tvö í framboði til varaformanns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sækist ekki eftir embættinu og telur mikilvægt að flokksmenn ruggi ekki bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Gerir lítið úr rangfærslum

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, gerir lítið úr rangfærslu í Íslenskum samtíðarmönnum um að Gísli Marteinn Baldursson hafi lokið BA-prófi og segir hana engu skipta. Engar reglur eru til í Háskóla Íslands um viðbrögð, þegar nemendur hans lýsa því ranglega yfir að þeir hafi lokið háskólaprófi.

Innlent
Fréttamynd

Teknir með hass í Kópavogi

Tveir menn voru handteknir í Kópavogi í gærkvöldi eftir að um 300 grömm af fíkniefnum, aðallega hassi, fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru á gangi í bænum og voru þeir stöðvaðir við venjubundið eftirlit.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að Ritu á þrennan hátt

Leitað er að íslensku konunni Ritu Daudin, sem býr í New Orleans, og syni hennar eftir þremur leiðum. Ættingjar þeirra hér heima hafa ekkert í þeim heyrt frá því að fellibylurinn Katrín fór yfir suðurströnd Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að haldin verði alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins geti orðið allt að 80-100 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Keflvíkingar kvarta yfir fnyk

Þó nokkrar kvartanir bárust til Lögreglunnar í Keflavík vegna fnyks sem lagði yfir Reykjanesbæ á miðvikudagskvöld. Stækjan stafaði af úldnum fiskúrgangi frá Skinnfiski í Sandgerði sem dreift var á gróðursnautt svæði á Miðnesheiði.

Innlent
Fréttamynd

Býður sig fram til varaformanns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til varformanns Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa ákveðið það eftir þau stóru tímamót sem urðu í Sjálfstæðisflokknum og íslenskum stjórnmálum í gær. Hún segist hafa gert það til að geta haldið áfram að framkvæma þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar loforðum um fjárveitingu

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fagnar loforðum um fjárveitingu upp á einn og hálfan milljarð króna til að bæta úr málum geðfatlaðra. Hann telur líklegt að peningarnir dugi til að koma málefnum geðfatlaðra í viðunandi horf.

Innlent
Fréttamynd

Hugsar um embætti varaformanns

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hafði strax eftir að Davíð Oddsson tilkynnti að hann hætti í pólitík samband við ýmsa stuðningsmenn, til að kanna hvort hann ætti stuðning í embætti varaformanns í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir gegn fuglaflensu

Til að koma í veg fyrir að fuglaflensa smitist frá farfuglum í alifugla hafa sveitarstjórnir í tveimur þýskum héruðum gefið bændum fyrirskipanir um að hafa fiðurfénað sinn í búrum. Þetta eru héruð í Neðra Saxlandi og Norður Rín Vestfalen en þar eru vetrarstöðvar farfugla sem koma bæði frá Rússlandi og Asíu, þar sem flensunnar hefur orðið vart.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir fjárdrátt í Noregi

Íslendingur, sem dró sér tæpar sex milljónir af bankareikningi íslenska safnaðarins í Noregi síðastliðinn vetur, var dæmdur i fjögura mánaða fangelsi í héraðsdómi í Lilleström í gær. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða söfnuðinum til baka upphæðina sem hann dró sér, auk vaxta.

Innlent
Fréttamynd

Litríkasti pólitíkus síðustu ára

"Það eru óneitanlega tímamót þegar litríkasti stjórnmálamaður síðasta áratugar kveður völlinn," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um brotthvarf Davíðs Oddssonar af stjórnmálasviðinu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælti fyrirhuguðum vegaskatti

Á fundi borgarráðs í dag lagði Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-listans, fram svohljóðandi tillögu: "Borgarráð leggur áherslu á að ekki verði um gjaldtöku að ræða vegna umferðar um Sundabraut, en það fæli m.a. í sér sérstakan vegaskatt á þá Reykvíkinga sem búsettir eru á Kjalarnesi."

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir endurbótum á SÞ

Ítarleg rannsókn á svonefndri olíu-fyrir-mat-áætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur leitt í ljós að samtökin eru hreinlega ekki fær um að annast svo umfangsmikil verkefni með skilvirkum hætti nema til komi róttækar endurbætur á stjórnsýslu þeirra. Þetta sagði Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem stýrði rannsókninni.

Erlent