Fréttir Óvenju miklar annir slökkviliðs Nóttin var óvenju annasöm hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn fóru í sjö útköll frá klukkan hálf tíu í gærkvöld til klukkan hálf fimm í morgun. Innlent 23.10.2005 16:58 Tíu fótboltamenn hurfu Leikmenn fótboltaliða frá Zimbabwe „hurfu“ á ferð liðs þeirra til Bretlands. Talið er að mennirnir, sem eru tíu talsins, hafi ákveðið að stinga af með það í huga að gerast ólöglegir innflytjendur í Bretlandi og eiga þar með von um nýtt og betra líf. Erlent 23.10.2005 14:59 Barinn á skemmtistað Karlmaður leitaði á náðir lögreglunnar í Keflavík og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás á skemmtistað þar í bæ rétt fyrir klukkan sex í morgun. Manninum var bent á að fara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að fá áverkavottorð og kæra árásina að því loknu. Innlent 23.10.2005 14:59 Brýtur gegn stjórnarskrá Stjórnvöld brjóta gegn stjórnarskránni og fjárreiðulögum, eins og staðið er að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Það er mat Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Innlent 23.10.2005 14:59 ESB-búar vilja Ísland í sambandið Sjö af hverjum tíu íbúum Evrópusambandslandanna 25 vilja að Ísland fái aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar, viðhorfskönnunar sem tölfræðistofnun ESB, Eurostat, gerir reglulega í öllum aðildarríkjunum. Erlent 23.10.2005 14:58 Mótmæli við álverin Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi. Innlent 23.10.2005 14:58 Útför þeirra sem fórust í sjóslysi Útför Matthildar Victoríu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Þau fórust í sjóslysi á Viðeyjarsundi fyrir tveimur vikum, en þrír aðrir komust lífs af úr slysinu. Innlent 23.10.2005 14:58 Umferð á næstunni um Svínahraun Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður fyrir umferð á næstu dögum. Vonast er til að um helgina takist að ljúka malbikun en hún hefur tafist vegna kulda síðustu daga. Innlent 23.10.2005 14:58 Hamas-liðar féllu í sprengingu Pallbíll sem hópur grímuklæddra herskárra Palestínumanna ók um á sprakk í loft upp á útifundi Hamas-samtakanna á Gazasvæðinu í gær. Að minnsta kosti tíu Palestínumenn létu lífið og um 85 særðust, að sögn sjúkrahúslækna. Erlent 23.10.2005 14:58 Ríta nálgast óðum Fellibylurinn Ríta er í þann mund að skella á ströndum Texas og Louisiana. Hann virðist á góðri leið með að verða jafn kröftugur og jafnvel kröftugri en Katrín sem reið yfir Suðurríkin fyrir innan við mánuði með hörmulegum afleiðingum. Erlent 23.10.2005 14:58 Þurfa ekki matvæli frá S.þ. Norður-Kóreumenn segjast ekki lengur þurfa matvæli frá Sameinuðu þjóðunum, þó að vannæring sé ennþá viðvarandi vandamál í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Norður-Kóreu segir að þeir fái nú nóg af mat úr öðrum áttum og þurfi ekki á því að halda að þiggja aðstoð sem í raun sé bara pólitísk beita. Erlent 23.10.2005 14:58 Kviknaði í bifreið á Laugavegi Slökkvilið í Reykjavík var rétt að ljúka við að slökkva eld sem kviknaði í bifreið á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns. Um var að ræða sendibifreið frá Póstinum og er ekki vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en töluverður eldur logaði í bílnum, sem knúinn er metangasi, um tíma. Innlent 23.10.2005 14:58 Engin sprengja í töskunni Breska lögreglan handtók meintan hryðjuverkamann á flugvellinum í Manchester í morgun. Beita þurfti rafmagnsbyssu til að yfirbuga manninn sem veitti mikla mótspyrnu við handtökuna. Engin sprengja var í tösku mannsins eins og talið var. Erlent 23.10.2005 14:58 Hálkan segir til sín Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Innlent 23.10.2005 14:58 Upplifir hræðslu hjá fólki Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á flugvellinum í Houston í Texas, segist upplifa nokkra hræðslu og streitu hjá fólki sem reynir nú að flýja borgina vegna fellibylsins Rítu. Hundruð þúsund manna eru föst í bílaröðum, margir bensínlausir, og vatn er orðið af skornum skammti en óljóst er með matarbirgðir. Erlent 23.10.2005 14:58 Hægriflokkum spáð sigri í Póllandi Þingkosningar fara fram í Póllandi nú um helgina. Tveir miðju-hægriflokkar mælast fylgismestir í skoðanakönnunum og er búist við því að vinstriflokkarnir sem stóðu að fráfarandi minnihlutastjórn bíði mikið afhroð. Erlent 23.10.2005 14:58 Þónokkur umferðaróhöpp í gær Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Bíll valt á Suðurlandsvegi í Ölfusi, annar í Hveragerði, þá rann bíll út af veginum við Suðureyri í gærkvöldi vegna krapa og hafnaði ofan í fjöru, tveir bílar fóru út af á Öxnadalsheiði og einn festist í snjó á Fróðárheiði. Innlent 23.10.2005 14:58 Útgerð krefst skaðabóta Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði ætlar að sækja fyrir dómi bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Útgerðin er fyrst til að lýsa þessu yfir en fleiri hugsa sinn gang. Innlent 23.10.2005 14:59 Íbúar Texas flýja Bílaröð sem er nærri jafnlöng og allur vegkaflinn milli Reykjavíkur og Stykkishólms hefur myndast utan við Houston, þar sem fólk flýr fellibylinn Rítu. Erlent 23.10.2005 14:58 Fjallvegir ruddir í morgun Vegagerðarmenn þurftu að dusta rykið óvenju snemma af snjóruðningstækjum sínum í haust og ruddu þeir snjó af nokkrum fjallvegum í morgun. Meðal annars þurfti að ryðja Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum í morgun. Innlent 23.10.2005 14:58 Ekki um faraldur að ræða Enn eitt tilfellið af fuglaflensu kom upp á Indónesíu í gær og verið er að athuga sautján manns í landinu, sem grunur leikur á að hafi sýkst. Erlent 23.10.2005 14:58 Sinntu ekki rannsókninni Rannsókn á hópnauðgun konu í ágúst 2002 var ýtt til hliðar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem upp kom sömu helgi. Þetta kemur fram í skýringum lögreglu í Reykjavík til Ríkissaksóknara eftir að verjandi konunnar hafði óskað eftir frekari upplýsingum um rannsóknina. Innlent 23.10.2005 14:59 Aron Pálmi enn í rútunni Aron Pálmi Ágústsson komst um borð í rútu á vegum Rauða krossins í gær og er enn í þeirri rútu á leið burt frá hættusvæðinu. Hann segist vera þreyttur á langsetu í rútu en nær tuttugu tímar eru síðan hann lagði af stað frá heimili sínu í Beaumont. Innlent 23.10.2005 14:58 Biðlistar standa í stað Biðlistar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi standa nánast í stað miðað við sama tíma í fyrra. Þó hafa þeir lengst í sumum sérgreinum. Yfirstjórn spítalans er ánægð með stöðuna. Innlent 23.10.2005 14:59 Síminn misnotaði ekki stöðu sína Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Síminn hafi ekki misnotað markaðsráðandi stöðu sína í tengslum við tilboð á svokölluðum ADSL-pakka og þráðlausu interneti. Tilboðið var auglýst fyrir tveimur árum og kvartaði fjarskiptafyrirtækið Inter í kjölfarið yfir þessu til Samkeppniseftirlitsins. Innlent 23.10.2005 14:58 Khodorkovskí-mál til Strassborgar Saksóknarar í Moskvu lýstu því yfir í gær að dómsmáli olíuviðskiptajöfursins Mikhaíl Khodorkovskí væri lokið. En lögmenn hans hétu því að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 23.10.2005 14:58 Hóta að sprengja olíuborpalla Það er ekki nóg með að fellibylurinn Rita valdi usla á olíumörkuðum því olíuframleiðsla í Nígeríu dróst enn saman í dag vegna hótana uppreisnarmanna um að sprengja olíuborpalla og -leiðslur í loft upp. Erlent 23.10.2005 14:58 Sannleiksgildið enn í rannsókn Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn sannleiksgildi frásagnar átta ára stúlku sem greindi frá því á miðvikudag að maður hefði tælt hana upp í bíl, farið með hana í verslun þar sem hann tók af henni myndir og skilað henni svo aftur. Innlent 23.10.2005 14:58 Síðasta afkvæmi Guttorms Kýrin Búkolla bar kálf í Húsdýragarðinum í Laugardal í morgun og heilsast bæði kálfi og kú vel. Kálfurinn er tuttugasta og fimmta afkvæmi naustins Guttorms, og jafnframt síðasta afkvæmi hans, því honum var lógað í síðustu viku vegna lasleika og borinn til grafar að Hurðarbaki í Kjós. Innlent 23.10.2005 14:58 Sjálfstæðsflokkur fengi meirihluta Sjálfstæðisflokkur fengi 56,1 prósent atkvæða og 9 borgarfulltrúa ef kosið væri í borgarstjórnarkosningum í dag, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Innlent 23.10.2005 14:58 « ‹ ›
Óvenju miklar annir slökkviliðs Nóttin var óvenju annasöm hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn fóru í sjö útköll frá klukkan hálf tíu í gærkvöld til klukkan hálf fimm í morgun. Innlent 23.10.2005 16:58
Tíu fótboltamenn hurfu Leikmenn fótboltaliða frá Zimbabwe „hurfu“ á ferð liðs þeirra til Bretlands. Talið er að mennirnir, sem eru tíu talsins, hafi ákveðið að stinga af með það í huga að gerast ólöglegir innflytjendur í Bretlandi og eiga þar með von um nýtt og betra líf. Erlent 23.10.2005 14:59
Barinn á skemmtistað Karlmaður leitaði á náðir lögreglunnar í Keflavík og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás á skemmtistað þar í bæ rétt fyrir klukkan sex í morgun. Manninum var bent á að fara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að fá áverkavottorð og kæra árásina að því loknu. Innlent 23.10.2005 14:59
Brýtur gegn stjórnarskrá Stjórnvöld brjóta gegn stjórnarskránni og fjárreiðulögum, eins og staðið er að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Það er mat Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Innlent 23.10.2005 14:59
ESB-búar vilja Ísland í sambandið Sjö af hverjum tíu íbúum Evrópusambandslandanna 25 vilja að Ísland fái aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar, viðhorfskönnunar sem tölfræðistofnun ESB, Eurostat, gerir reglulega í öllum aðildarríkjunum. Erlent 23.10.2005 14:58
Mótmæli við álverin Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi. Innlent 23.10.2005 14:58
Útför þeirra sem fórust í sjóslysi Útför Matthildar Victoríu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Þau fórust í sjóslysi á Viðeyjarsundi fyrir tveimur vikum, en þrír aðrir komust lífs af úr slysinu. Innlent 23.10.2005 14:58
Umferð á næstunni um Svínahraun Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður fyrir umferð á næstu dögum. Vonast er til að um helgina takist að ljúka malbikun en hún hefur tafist vegna kulda síðustu daga. Innlent 23.10.2005 14:58
Hamas-liðar féllu í sprengingu Pallbíll sem hópur grímuklæddra herskárra Palestínumanna ók um á sprakk í loft upp á útifundi Hamas-samtakanna á Gazasvæðinu í gær. Að minnsta kosti tíu Palestínumenn létu lífið og um 85 særðust, að sögn sjúkrahúslækna. Erlent 23.10.2005 14:58
Ríta nálgast óðum Fellibylurinn Ríta er í þann mund að skella á ströndum Texas og Louisiana. Hann virðist á góðri leið með að verða jafn kröftugur og jafnvel kröftugri en Katrín sem reið yfir Suðurríkin fyrir innan við mánuði með hörmulegum afleiðingum. Erlent 23.10.2005 14:58
Þurfa ekki matvæli frá S.þ. Norður-Kóreumenn segjast ekki lengur þurfa matvæli frá Sameinuðu þjóðunum, þó að vannæring sé ennþá viðvarandi vandamál í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Norður-Kóreu segir að þeir fái nú nóg af mat úr öðrum áttum og þurfi ekki á því að halda að þiggja aðstoð sem í raun sé bara pólitísk beita. Erlent 23.10.2005 14:58
Kviknaði í bifreið á Laugavegi Slökkvilið í Reykjavík var rétt að ljúka við að slökkva eld sem kviknaði í bifreið á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns. Um var að ræða sendibifreið frá Póstinum og er ekki vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en töluverður eldur logaði í bílnum, sem knúinn er metangasi, um tíma. Innlent 23.10.2005 14:58
Engin sprengja í töskunni Breska lögreglan handtók meintan hryðjuverkamann á flugvellinum í Manchester í morgun. Beita þurfti rafmagnsbyssu til að yfirbuga manninn sem veitti mikla mótspyrnu við handtökuna. Engin sprengja var í tösku mannsins eins og talið var. Erlent 23.10.2005 14:58
Hálkan segir til sín Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Innlent 23.10.2005 14:58
Upplifir hræðslu hjá fólki Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á flugvellinum í Houston í Texas, segist upplifa nokkra hræðslu og streitu hjá fólki sem reynir nú að flýja borgina vegna fellibylsins Rítu. Hundruð þúsund manna eru föst í bílaröðum, margir bensínlausir, og vatn er orðið af skornum skammti en óljóst er með matarbirgðir. Erlent 23.10.2005 14:58
Hægriflokkum spáð sigri í Póllandi Þingkosningar fara fram í Póllandi nú um helgina. Tveir miðju-hægriflokkar mælast fylgismestir í skoðanakönnunum og er búist við því að vinstriflokkarnir sem stóðu að fráfarandi minnihlutastjórn bíði mikið afhroð. Erlent 23.10.2005 14:58
Þónokkur umferðaróhöpp í gær Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Bíll valt á Suðurlandsvegi í Ölfusi, annar í Hveragerði, þá rann bíll út af veginum við Suðureyri í gærkvöldi vegna krapa og hafnaði ofan í fjöru, tveir bílar fóru út af á Öxnadalsheiði og einn festist í snjó á Fróðárheiði. Innlent 23.10.2005 14:58
Útgerð krefst skaðabóta Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði ætlar að sækja fyrir dómi bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Útgerðin er fyrst til að lýsa þessu yfir en fleiri hugsa sinn gang. Innlent 23.10.2005 14:59
Íbúar Texas flýja Bílaröð sem er nærri jafnlöng og allur vegkaflinn milli Reykjavíkur og Stykkishólms hefur myndast utan við Houston, þar sem fólk flýr fellibylinn Rítu. Erlent 23.10.2005 14:58
Fjallvegir ruddir í morgun Vegagerðarmenn þurftu að dusta rykið óvenju snemma af snjóruðningstækjum sínum í haust og ruddu þeir snjó af nokkrum fjallvegum í morgun. Meðal annars þurfti að ryðja Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum í morgun. Innlent 23.10.2005 14:58
Ekki um faraldur að ræða Enn eitt tilfellið af fuglaflensu kom upp á Indónesíu í gær og verið er að athuga sautján manns í landinu, sem grunur leikur á að hafi sýkst. Erlent 23.10.2005 14:58
Sinntu ekki rannsókninni Rannsókn á hópnauðgun konu í ágúst 2002 var ýtt til hliðar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem upp kom sömu helgi. Þetta kemur fram í skýringum lögreglu í Reykjavík til Ríkissaksóknara eftir að verjandi konunnar hafði óskað eftir frekari upplýsingum um rannsóknina. Innlent 23.10.2005 14:59
Aron Pálmi enn í rútunni Aron Pálmi Ágústsson komst um borð í rútu á vegum Rauða krossins í gær og er enn í þeirri rútu á leið burt frá hættusvæðinu. Hann segist vera þreyttur á langsetu í rútu en nær tuttugu tímar eru síðan hann lagði af stað frá heimili sínu í Beaumont. Innlent 23.10.2005 14:58
Biðlistar standa í stað Biðlistar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi standa nánast í stað miðað við sama tíma í fyrra. Þó hafa þeir lengst í sumum sérgreinum. Yfirstjórn spítalans er ánægð með stöðuna. Innlent 23.10.2005 14:59
Síminn misnotaði ekki stöðu sína Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Síminn hafi ekki misnotað markaðsráðandi stöðu sína í tengslum við tilboð á svokölluðum ADSL-pakka og þráðlausu interneti. Tilboðið var auglýst fyrir tveimur árum og kvartaði fjarskiptafyrirtækið Inter í kjölfarið yfir þessu til Samkeppniseftirlitsins. Innlent 23.10.2005 14:58
Khodorkovskí-mál til Strassborgar Saksóknarar í Moskvu lýstu því yfir í gær að dómsmáli olíuviðskiptajöfursins Mikhaíl Khodorkovskí væri lokið. En lögmenn hans hétu því að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 23.10.2005 14:58
Hóta að sprengja olíuborpalla Það er ekki nóg með að fellibylurinn Rita valdi usla á olíumörkuðum því olíuframleiðsla í Nígeríu dróst enn saman í dag vegna hótana uppreisnarmanna um að sprengja olíuborpalla og -leiðslur í loft upp. Erlent 23.10.2005 14:58
Sannleiksgildið enn í rannsókn Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn sannleiksgildi frásagnar átta ára stúlku sem greindi frá því á miðvikudag að maður hefði tælt hana upp í bíl, farið með hana í verslun þar sem hann tók af henni myndir og skilað henni svo aftur. Innlent 23.10.2005 14:58
Síðasta afkvæmi Guttorms Kýrin Búkolla bar kálf í Húsdýragarðinum í Laugardal í morgun og heilsast bæði kálfi og kú vel. Kálfurinn er tuttugasta og fimmta afkvæmi naustins Guttorms, og jafnframt síðasta afkvæmi hans, því honum var lógað í síðustu viku vegna lasleika og borinn til grafar að Hurðarbaki í Kjós. Innlent 23.10.2005 14:58
Sjálfstæðsflokkur fengi meirihluta Sjálfstæðisflokkur fengi 56,1 prósent atkvæða og 9 borgarfulltrúa ef kosið væri í borgarstjórnarkosningum í dag, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Innlent 23.10.2005 14:58