Fréttir Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Yfirfullur Landsspítali "Það er mjög erfitt ástand um þessar mundir því við stjórnum ekki aðstreymi sjúklinga," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. "Bæði er verið að taka á móti bráðveiku fólki en líka fólki sem hefur verið á biðlistum. Þetta er háannatími og það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur og rúmlega það." Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Innlent 23.10.2005 15:00 Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00 Óvíst hvort skútu verður bjargað Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reyna á að bjarga skútunni Vamos sem nú rekur stjórnlaust í vonskuveðri um 160-170 kílómetra frá Straumnesi norðvestur af Vestfjörðum. Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæslunni sagði að vonskuveður væri á þessu svæði sem er innan grænlenskrar lögsögu en þó innan leitar- og björgunarsvæðis Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Baugur undirbýr skaðabótamál Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. Innlent 23.10.2005 15:00 Óveður á Snæfellsnesi Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði þar sem jafjnframt er krap á vegi. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir. Á Vestfjörðum er ófært á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli. Það er verið að moka Klettsháls en þar er bálhvasst. Eins er verið að opna norður í Árneshrepp. Innlent 23.10.2005 14:59 Mubarak sór embættiseið Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í gærmorgun embættiseið en hann sigraði örugglega í forsetakosningum í landinu fyrr í mánuðinum, þeim fyrstu þar sem frambjóðendum annarra flokka var leyft að bjóða sig fram. Erlent 23.10.2005 15:00 Ný hryðjuverkalög í Ástralíu Ríkisstjórn Ástralíu hefur komist að samkomulagi við ríkisstjóra í landinu um ný hryðjuverkalög til þess að auðvelda stjórnvöldum baráttuna gegn hryðjuverkum. Meðal þess sem kveðið er á um í lögunum er leyfi til handa öryggissveitum Ástralíu til þess að hafa grunaða hryðjuverkamenn í haldi í allt að þrjár vikur án þess að ákæra þá. Erlent 23.10.2005 14:59 Verkfalli afstýrt á Akranesi Verkfalli starfsmanna Akranesbæjar, sem boðað var á mánudag, var afstýrt í gær þegar fulltrúar Starfsmannafélags Akraness og Launanefnd sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn færir félagsmönnum 22 prósenta launahækkun á samningstímanum og er afturvirkur frá 1. júní síðastliðnum. Atkvæði verða greidd um samninginn í næstu viku, en verði hann felldur hefst verkfall 9. október. Innlent 23.10.2005 14:59 Blair alls ekki hættur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur ekki tímabært að víkja fyrir nýjum manni. Það hljómaði að minnsta kosti ekki sem svanasöngur hjá leiðtoganum þegar hann hét því á ársþingi Verkamannaflokksins í dag að vinna áfram að umbótum í landinu. Erlent 23.10.2005 15:00 Skutu fjölmörgum eldflaugum á Gasa Ísraelskar orustuþotur skutu tugum eldflauga á Gasaströndina í morgun með þeim afleiðingum að fjölmargar byggingar, brýr og vegir eyðilögðust. Ekki er enn vitað hversu margir féllu í árásunum. Innlent 23.10.2005 14:59 Má ekki horfa á börn annarra Stjórnendur Calderdale Royal sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa lagt blátt bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins. Erlent 23.10.2005 14:59 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, og hans fylgismenn fengu tíu menn kjörna af ellefu í kosningum til stjórnar Heimdallar sem lauk í kvöld. Innlent 23.10.2005 15:00 Uppsagnir vegna sparnaðar Vestmannaeyjabær skuldar fimm milljarða króna. Bæjaryfirvöld ætla að spara 65 milljónir króna árlega með því að leggja niður stofnanir og segja upp sex til tíu starfsmönnum. Innlent 23.10.2005 14:59 Bærinn gæti komið til bjargar Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, telur að til greina komi að Akureyrarbær komi að rekstri slippstöðvar á Akureyri ef eigendum Slippstöðvarinnar tekst ekki að bjarga félaginu frá gjaldþroti en greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar rennur út 4. október. Innlent 23.10.2005 15:00 14 ára ráðherradómi Davíðs lýkur Ríkisráðsfundur á Bessastöðum klukkan tvö í dag markar endalok á fjórtán ára ráðherradómi Davíðs Oddssonar og pólitískum ferli sem spannar áratugi. Ráðherraskipti verða í þremur ráðuneytum. Innlent 23.10.2005 14:59 Dægurtexti í meintu hótunarbréfi Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003. Innlent 23.10.2005 15:00 Blátt bann við hjalinu Stjórnendur Calderdale Royal-sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa sett bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins. Erlent 23.10.2005 15:00 Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Innlent 23.10.2005 14:59 Spyr hvort eignatengsl réðu ferð Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. Innlent 23.10.2005 16:58 Stálu líki Lögregla á Bretlandi hefur handtekið fimm manns í tengslum við ránið á líki hinnar 82 ára gömlu Gladys Hammond úr kirkju í Staffordskíri í október 2004. Erlent 23.10.2005 15:00 Átta milljarðar fyrir borun Orkuveita Reykjavíkur verður að öllum líkindum að greiða um átta milljarða króna fyrir borun háhitaholna auk annara borana við fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæði. Tilboð voru opnuð í dag. Jarðboranir buðust til að vinna verkið fyrir 7,8 milljarða króna en Íslenskir aðalverktakar og Ístak fyrir 8,3 milljarða. Innlent 23.10.2005 15:00 Þjóðskrá ratar heim Meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í gær var flutningur þjóðskrár frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis. Það var Davíð Oddsson, sem þangað til í gær gegndi embætti hagstofuráðherra sem viðraði málið. Innlent 23.10.2005 15:00 16 látnir vegna fellibyls Sextán hafa látist af völdum fellibylsins Damrey sem reið yfir Hainan-eyjuna við suðurströnd Kína í gær. Yfirvöld á svæðinu segja storminn hafa hrifsað með sér um 20 þúsund heimili og eyðilagt um 380 kílómetra af þjóðvegum á eyjunni. Erlent 23.10.2005 15:00 2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58 Fagna eindregið "Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Óttast um bandaríska skútu Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. Innlent 23.10.2005 14:59 Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59 Enn óveður á vestanverðu landinu Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar. Innlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Yfirfullur Landsspítali "Það er mjög erfitt ástand um þessar mundir því við stjórnum ekki aðstreymi sjúklinga," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. "Bæði er verið að taka á móti bráðveiku fólki en líka fólki sem hefur verið á biðlistum. Þetta er háannatími og það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur og rúmlega það." Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Innlent 23.10.2005 15:00
Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00
Óvíst hvort skútu verður bjargað Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reyna á að bjarga skútunni Vamos sem nú rekur stjórnlaust í vonskuveðri um 160-170 kílómetra frá Straumnesi norðvestur af Vestfjörðum. Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæslunni sagði að vonskuveður væri á þessu svæði sem er innan grænlenskrar lögsögu en þó innan leitar- og björgunarsvæðis Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Baugur undirbýr skaðabótamál Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. Innlent 23.10.2005 15:00
Óveður á Snæfellsnesi Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði þar sem jafjnframt er krap á vegi. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir. Á Vestfjörðum er ófært á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli. Það er verið að moka Klettsháls en þar er bálhvasst. Eins er verið að opna norður í Árneshrepp. Innlent 23.10.2005 14:59
Mubarak sór embættiseið Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í gærmorgun embættiseið en hann sigraði örugglega í forsetakosningum í landinu fyrr í mánuðinum, þeim fyrstu þar sem frambjóðendum annarra flokka var leyft að bjóða sig fram. Erlent 23.10.2005 15:00
Ný hryðjuverkalög í Ástralíu Ríkisstjórn Ástralíu hefur komist að samkomulagi við ríkisstjóra í landinu um ný hryðjuverkalög til þess að auðvelda stjórnvöldum baráttuna gegn hryðjuverkum. Meðal þess sem kveðið er á um í lögunum er leyfi til handa öryggissveitum Ástralíu til þess að hafa grunaða hryðjuverkamenn í haldi í allt að þrjár vikur án þess að ákæra þá. Erlent 23.10.2005 14:59
Verkfalli afstýrt á Akranesi Verkfalli starfsmanna Akranesbæjar, sem boðað var á mánudag, var afstýrt í gær þegar fulltrúar Starfsmannafélags Akraness og Launanefnd sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn færir félagsmönnum 22 prósenta launahækkun á samningstímanum og er afturvirkur frá 1. júní síðastliðnum. Atkvæði verða greidd um samninginn í næstu viku, en verði hann felldur hefst verkfall 9. október. Innlent 23.10.2005 14:59
Blair alls ekki hættur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur ekki tímabært að víkja fyrir nýjum manni. Það hljómaði að minnsta kosti ekki sem svanasöngur hjá leiðtoganum þegar hann hét því á ársþingi Verkamannaflokksins í dag að vinna áfram að umbótum í landinu. Erlent 23.10.2005 15:00
Skutu fjölmörgum eldflaugum á Gasa Ísraelskar orustuþotur skutu tugum eldflauga á Gasaströndina í morgun með þeim afleiðingum að fjölmargar byggingar, brýr og vegir eyðilögðust. Ekki er enn vitað hversu margir féllu í árásunum. Innlent 23.10.2005 14:59
Má ekki horfa á börn annarra Stjórnendur Calderdale Royal sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa lagt blátt bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins. Erlent 23.10.2005 14:59
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, og hans fylgismenn fengu tíu menn kjörna af ellefu í kosningum til stjórnar Heimdallar sem lauk í kvöld. Innlent 23.10.2005 15:00
Uppsagnir vegna sparnaðar Vestmannaeyjabær skuldar fimm milljarða króna. Bæjaryfirvöld ætla að spara 65 milljónir króna árlega með því að leggja niður stofnanir og segja upp sex til tíu starfsmönnum. Innlent 23.10.2005 14:59
Bærinn gæti komið til bjargar Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, telur að til greina komi að Akureyrarbær komi að rekstri slippstöðvar á Akureyri ef eigendum Slippstöðvarinnar tekst ekki að bjarga félaginu frá gjaldþroti en greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar rennur út 4. október. Innlent 23.10.2005 15:00
14 ára ráðherradómi Davíðs lýkur Ríkisráðsfundur á Bessastöðum klukkan tvö í dag markar endalok á fjórtán ára ráðherradómi Davíðs Oddssonar og pólitískum ferli sem spannar áratugi. Ráðherraskipti verða í þremur ráðuneytum. Innlent 23.10.2005 14:59
Dægurtexti í meintu hótunarbréfi Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003. Innlent 23.10.2005 15:00
Blátt bann við hjalinu Stjórnendur Calderdale Royal-sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa sett bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins. Erlent 23.10.2005 15:00
Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Innlent 23.10.2005 14:59
Spyr hvort eignatengsl réðu ferð Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. Innlent 23.10.2005 16:58
Stálu líki Lögregla á Bretlandi hefur handtekið fimm manns í tengslum við ránið á líki hinnar 82 ára gömlu Gladys Hammond úr kirkju í Staffordskíri í október 2004. Erlent 23.10.2005 15:00
Átta milljarðar fyrir borun Orkuveita Reykjavíkur verður að öllum líkindum að greiða um átta milljarða króna fyrir borun háhitaholna auk annara borana við fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæði. Tilboð voru opnuð í dag. Jarðboranir buðust til að vinna verkið fyrir 7,8 milljarða króna en Íslenskir aðalverktakar og Ístak fyrir 8,3 milljarða. Innlent 23.10.2005 15:00
Þjóðskrá ratar heim Meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í gær var flutningur þjóðskrár frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis. Það var Davíð Oddsson, sem þangað til í gær gegndi embætti hagstofuráðherra sem viðraði málið. Innlent 23.10.2005 15:00
16 látnir vegna fellibyls Sextán hafa látist af völdum fellibylsins Damrey sem reið yfir Hainan-eyjuna við suðurströnd Kína í gær. Yfirvöld á svæðinu segja storminn hafa hrifsað með sér um 20 þúsund heimili og eyðilagt um 380 kílómetra af þjóðvegum á eyjunni. Erlent 23.10.2005 15:00
2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58
Fagna eindregið "Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Óttast um bandaríska skútu Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. Innlent 23.10.2005 14:59
Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59
Enn óveður á vestanverðu landinu Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar. Innlent 23.10.2005 15:00