Fréttir Hannes fékk lögfræðiálit „Ráðuneytið vinnur ekki lögfræðilegar álitsgerðir fyrir einstaklinga,“ segir Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fékk þó ráðgjöf í ráðuneytinu varðandi meiðyrðamál sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður höfðaði gegn honum. Innlent 23.10.2005 15:03 Umferðin hættuleg börnum Slæm umgengni verktaka við Gvendargeisla, auk skorts á gangbrautum yfir götuna, setur börn sem ganga í Sæmundarsel í hættu. „Það vantar gangbrautir yfir Gvendargeisla og sums staðar sturta verktakar drasli frá sér og skilja eftir ruðninga sem fara alveg upp á þar sem gangbrautirnar eiga að vera. Þetta neyðir börnin til þess að ganga út á götu,“ segir Eygló Friðriksdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sæmundarseli, en Sæmundarsel er útibú frá Ingunnarskóla. Innlent 23.10.2005 15:03 Olíufélögin selja Gasfélagið Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:03 Handteknir fyrir að smygla fólki Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. Erlent 23.10.2005 15:03 Verðstríð á flugverði til Alicante Tuttugu og tvö þúsund Íslendinga þarf til að fylla vélar Heimsferða og Iceland Express til Alicante næsta sumar. Heimsferðir hafa tvöfaldað sætafjölda sinn úr 3500 sætum í 7000 og Iceland Express býður 15 þúsund sæti í því verðstríði sem nú er hafið á þessari flugleið. Innlent 23.10.2005 15:03 Óvissa á atvinnumarkaði Launþegar munu í síðasta lagi vita þann 10. desember hvort kjarasamningum verði sagt upp. „Það liggur alveg fyrir að forsendan um 2,5 prósent verðbólgu hefur ekki gengið eftir, og það þýðir að verið er að skoða varnaglann um endurskoðun sem sleginn var í kjarasamningunum,“ segir Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Innlent 23.10.2005 15:03 Verið að reykræsta Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að reykræsta í kjallaraíbúð við Laugateig. Talið var að eldur hafi kviknað í íbúðinni út frá eldavél en síðar kom í ljós að aðeins hafi soðið upp úr potti. Innlent 23.10.2005 15:03 Tekin full í fimmta sinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið ölvuð og án ökuréttinda í mars síðastliðnum. Þetta er í fimmta sinn sem konan er tekin fyrir ölvunarakstur síðan árið 2001. Innlent 23.10.2005 15:03 Léstust þegar ekið var á hús Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir. Erlent 23.10.2005 15:03 Sakaði Björn um blaður og brottför Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda. Innlent 23.10.2005 15:03 Bílvelta nærri Hvolsvelli Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir. Innlent 23.10.2005 15:03 Barnabætur óháðar tekjum Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum. Innlent 23.10.2005 15:03 The Times segir dóminn áfall Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. Erlent 23.10.2005 15:03 Forsetakjör í Líberíu Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afríkulýðveldisins Líberíu eftir fjórtán ára borgarastyrjöld var kjörinn í dag. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en knattspyrnuhetjan George Weah er meðal þeirra sem þykja líklegir. Innlent 23.10.2005 15:03 Bera ekki ábyrgð á ráðherra Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Innlent 23.10.2005 15:03 Haglél tefur hjálparstarfið Neyðaraðstoð til bágstaddra á jarðskjálftasvæðunum í Kasmír berst nú víðs vegar að en óveður hamlaði hins vegar hjálparstarfi í gær. Rúmlega fjörutíu þúsund manns eru taldir látnir. Erlent 23.10.2005 15:03 Þjófnuðum fækkar í Hafnarfirði Þjófnuðum og eignaspjöllum hefur farið fækkandi í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði á árunum 2000-2004. Samkvæmt tölfræðilegri úrvinnslu lögreglunnar á ýmsum afbrotum í umdæminu má sjá að eignaspjöllum fækkaði um 35 prósent frá árinu 2002 og þjófnuðum fækkaði um 45 prósent. Innlent 23.10.2005 15:03 Breytingar á eignarhaldi hjá Marel Umtalsverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Marel á síðustu vikum. Eignarhlutur Burðaráss hf., sem hefur verið leiðandi hluthafi, hefur flust yfir til Landsbanka Íslands hf. Á sama tíma hefur Eyrir fjárfestingafélag ehf. aukið sinn hlut verulega og á nú tæplega þrjátíu prósent í félaginu. Innlent 23.10.2005 15:03 Umræður um fjáraukalög Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks í norðvestur kjördæmi og formaður fjárlaganefndar, lagði áherslur á að auka aðhald í ríkisrekstri í fyrstu umræðum um fjáraukalög sem fram fóru á Alþingi í dag. Innlent 23.10.2005 16:58 Hálka og éljagangur á Norðurlandi Hálkublettir og éljagangur eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Hálka og éljagangur er víða á norðan verðum Vestfjörðum. Mokstur er hafin á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á Eyrarfjalli í Djúpi. Hálka og éljagangur er Þverárfjalli, í Langadal, á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Hálka og éljagangur er á Norðurlandi. Innlent 23.10.2005 15:03 Fiskur kemur í veg fyrir minnistap Fiskmeti kemur í veg fyrir heilarýrnun, minnistap og önnur öldrunareinkenni sem fylgja hækkandi aldri að því er nýleg bandarísk rannsókn sýnir. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar kemur fram að að borði fólk fisk einu sinni í viku minnkar minnistap einstaklinga um 10-13 %. Erlent 23.10.2005 15:03 1,5 milljón hefur safnast Um 1.500 manns hafa brugðist við neyðarkalli vegna jarðskjálftanna í Pakistan og lagt fram 1.000 krónur hver til hjálparstarfsins með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins, 907 2020. Þannig hefur safnast um ein og hálf milljón króna á þeim sólarhring sem er liðinn síðan söfnunin hófst. Innlent 23.10.2005 15:03 Dæmd fyrir fíkniefnaeign Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítuga konu til tveggja mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinnar til þriggja ára, fyrir að hafa tvisvar á þessu ári haft fíkniefni undir höndum. Við tvær húsleitir á heimili konunnar gerði lögregla upptækar 23 MDMA töflur, 2,04 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 43,47 af hassi, 10,51 g af amfetamíni og 6,34 g af kókaíni. Innlent 23.10.2005 15:03 Slökkviliðið kallað út Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna hugsanlegs elds í Laugateig. Reyk lagði frá kjallaraíbúð en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 23.10.2005 15:03 Kerfi hafi ekki sagt sitt síðasta Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í grein á heimasíðu sinni í gær að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta í kærumálinu gegn Baugi og að lögheimildir séu til þess að ákæruvaldið taki mið af því sem fram hafi komið hjá Hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins. Innlent 23.10.2005 15:03 Jón Axel fékk 3 mánuði Jón Axel Ólafsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot á skatta- og hegningarlögum þegar hann sat sem stjórnarformaður Íslenska fjölmiðlafélagsins ehf. Honum var einnig gert að greiða 14,3 milljónir króna í sekt sem Jón Axel á að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta sex mánaða fangelsi. Innlent 23.10.2005 15:03 Breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs Stefnt skal að því að Íbúðalánasjóður hafi það meginhlutverk í framtíðinni að tryggja bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána með lægstu mögulegum vöxtum, en starfi ekki á almennum útlánamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktun um húsnæðismál sem tekin verður fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokks nú um helgina. Innlent 23.10.2005 15:03 Lögbannsmál þingfest Mál Jónínu Benediktsdóttur á hendur Fréttablaðinu og Kára Jónassyni ritstjóra þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjvíkur í gærmorgun. Krafist er staðfestingar á lögbanni sem sett var á birtingu einkagagna Jónínu og upptöku á gögnum hjá blaðinu, auk bóta og refsingar. Innlent 23.10.2005 15:03 Vaxandi reiði í garð yfirvalda Vaxandi reiði gætir hjá eftirlifendum á hamfarasvæðunum í Asíu vegna seinagangs yfirvalda eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á Richter sem skók svæðið á laugardag. Óöld ríkir á sumum stöðum þar sem ræningjar hafa látið til sín taka, þar á meðal í Muzaffarabad í Pakistanshluta Kasmírhéraðs sem varð mjög illa úti í skjálftanum, en talið er að allt að ellefu þúsund manns hafi látist þar. Erlent 23.10.2005 15:03 Albani enn í gæsluvarðhaldi Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins. Innlent 23.10.2005 15:03 « ‹ ›
Hannes fékk lögfræðiálit „Ráðuneytið vinnur ekki lögfræðilegar álitsgerðir fyrir einstaklinga,“ segir Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fékk þó ráðgjöf í ráðuneytinu varðandi meiðyrðamál sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður höfðaði gegn honum. Innlent 23.10.2005 15:03
Umferðin hættuleg börnum Slæm umgengni verktaka við Gvendargeisla, auk skorts á gangbrautum yfir götuna, setur börn sem ganga í Sæmundarsel í hættu. „Það vantar gangbrautir yfir Gvendargeisla og sums staðar sturta verktakar drasli frá sér og skilja eftir ruðninga sem fara alveg upp á þar sem gangbrautirnar eiga að vera. Þetta neyðir börnin til þess að ganga út á götu,“ segir Eygló Friðriksdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sæmundarseli, en Sæmundarsel er útibú frá Ingunnarskóla. Innlent 23.10.2005 15:03
Olíufélögin selja Gasfélagið Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:03
Handteknir fyrir að smygla fólki Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. Erlent 23.10.2005 15:03
Verðstríð á flugverði til Alicante Tuttugu og tvö þúsund Íslendinga þarf til að fylla vélar Heimsferða og Iceland Express til Alicante næsta sumar. Heimsferðir hafa tvöfaldað sætafjölda sinn úr 3500 sætum í 7000 og Iceland Express býður 15 þúsund sæti í því verðstríði sem nú er hafið á þessari flugleið. Innlent 23.10.2005 15:03
Óvissa á atvinnumarkaði Launþegar munu í síðasta lagi vita þann 10. desember hvort kjarasamningum verði sagt upp. „Það liggur alveg fyrir að forsendan um 2,5 prósent verðbólgu hefur ekki gengið eftir, og það þýðir að verið er að skoða varnaglann um endurskoðun sem sleginn var í kjarasamningunum,“ segir Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Innlent 23.10.2005 15:03
Verið að reykræsta Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að reykræsta í kjallaraíbúð við Laugateig. Talið var að eldur hafi kviknað í íbúðinni út frá eldavél en síðar kom í ljós að aðeins hafi soðið upp úr potti. Innlent 23.10.2005 15:03
Tekin full í fimmta sinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið ölvuð og án ökuréttinda í mars síðastliðnum. Þetta er í fimmta sinn sem konan er tekin fyrir ölvunarakstur síðan árið 2001. Innlent 23.10.2005 15:03
Léstust þegar ekið var á hús Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir. Erlent 23.10.2005 15:03
Sakaði Björn um blaður og brottför Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda. Innlent 23.10.2005 15:03
Bílvelta nærri Hvolsvelli Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir. Innlent 23.10.2005 15:03
Barnabætur óháðar tekjum Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum. Innlent 23.10.2005 15:03
The Times segir dóminn áfall Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. Erlent 23.10.2005 15:03
Forsetakjör í Líberíu Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afríkulýðveldisins Líberíu eftir fjórtán ára borgarastyrjöld var kjörinn í dag. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en knattspyrnuhetjan George Weah er meðal þeirra sem þykja líklegir. Innlent 23.10.2005 15:03
Bera ekki ábyrgð á ráðherra Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Innlent 23.10.2005 15:03
Haglél tefur hjálparstarfið Neyðaraðstoð til bágstaddra á jarðskjálftasvæðunum í Kasmír berst nú víðs vegar að en óveður hamlaði hins vegar hjálparstarfi í gær. Rúmlega fjörutíu þúsund manns eru taldir látnir. Erlent 23.10.2005 15:03
Þjófnuðum fækkar í Hafnarfirði Þjófnuðum og eignaspjöllum hefur farið fækkandi í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði á árunum 2000-2004. Samkvæmt tölfræðilegri úrvinnslu lögreglunnar á ýmsum afbrotum í umdæminu má sjá að eignaspjöllum fækkaði um 35 prósent frá árinu 2002 og þjófnuðum fækkaði um 45 prósent. Innlent 23.10.2005 15:03
Breytingar á eignarhaldi hjá Marel Umtalsverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Marel á síðustu vikum. Eignarhlutur Burðaráss hf., sem hefur verið leiðandi hluthafi, hefur flust yfir til Landsbanka Íslands hf. Á sama tíma hefur Eyrir fjárfestingafélag ehf. aukið sinn hlut verulega og á nú tæplega þrjátíu prósent í félaginu. Innlent 23.10.2005 15:03
Umræður um fjáraukalög Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks í norðvestur kjördæmi og formaður fjárlaganefndar, lagði áherslur á að auka aðhald í ríkisrekstri í fyrstu umræðum um fjáraukalög sem fram fóru á Alþingi í dag. Innlent 23.10.2005 16:58
Hálka og éljagangur á Norðurlandi Hálkublettir og éljagangur eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Hálka og éljagangur er víða á norðan verðum Vestfjörðum. Mokstur er hafin á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á Eyrarfjalli í Djúpi. Hálka og éljagangur er Þverárfjalli, í Langadal, á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Hálka og éljagangur er á Norðurlandi. Innlent 23.10.2005 15:03
Fiskur kemur í veg fyrir minnistap Fiskmeti kemur í veg fyrir heilarýrnun, minnistap og önnur öldrunareinkenni sem fylgja hækkandi aldri að því er nýleg bandarísk rannsókn sýnir. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar kemur fram að að borði fólk fisk einu sinni í viku minnkar minnistap einstaklinga um 10-13 %. Erlent 23.10.2005 15:03
1,5 milljón hefur safnast Um 1.500 manns hafa brugðist við neyðarkalli vegna jarðskjálftanna í Pakistan og lagt fram 1.000 krónur hver til hjálparstarfsins með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins, 907 2020. Þannig hefur safnast um ein og hálf milljón króna á þeim sólarhring sem er liðinn síðan söfnunin hófst. Innlent 23.10.2005 15:03
Dæmd fyrir fíkniefnaeign Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítuga konu til tveggja mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinnar til þriggja ára, fyrir að hafa tvisvar á þessu ári haft fíkniefni undir höndum. Við tvær húsleitir á heimili konunnar gerði lögregla upptækar 23 MDMA töflur, 2,04 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 43,47 af hassi, 10,51 g af amfetamíni og 6,34 g af kókaíni. Innlent 23.10.2005 15:03
Slökkviliðið kallað út Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna hugsanlegs elds í Laugateig. Reyk lagði frá kjallaraíbúð en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 23.10.2005 15:03
Kerfi hafi ekki sagt sitt síðasta Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í grein á heimasíðu sinni í gær að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta í kærumálinu gegn Baugi og að lögheimildir séu til þess að ákæruvaldið taki mið af því sem fram hafi komið hjá Hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins. Innlent 23.10.2005 15:03
Jón Axel fékk 3 mánuði Jón Axel Ólafsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot á skatta- og hegningarlögum þegar hann sat sem stjórnarformaður Íslenska fjölmiðlafélagsins ehf. Honum var einnig gert að greiða 14,3 milljónir króna í sekt sem Jón Axel á að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta sex mánaða fangelsi. Innlent 23.10.2005 15:03
Breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs Stefnt skal að því að Íbúðalánasjóður hafi það meginhlutverk í framtíðinni að tryggja bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána með lægstu mögulegum vöxtum, en starfi ekki á almennum útlánamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktun um húsnæðismál sem tekin verður fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokks nú um helgina. Innlent 23.10.2005 15:03
Lögbannsmál þingfest Mál Jónínu Benediktsdóttur á hendur Fréttablaðinu og Kára Jónassyni ritstjóra þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjvíkur í gærmorgun. Krafist er staðfestingar á lögbanni sem sett var á birtingu einkagagna Jónínu og upptöku á gögnum hjá blaðinu, auk bóta og refsingar. Innlent 23.10.2005 15:03
Vaxandi reiði í garð yfirvalda Vaxandi reiði gætir hjá eftirlifendum á hamfarasvæðunum í Asíu vegna seinagangs yfirvalda eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á Richter sem skók svæðið á laugardag. Óöld ríkir á sumum stöðum þar sem ræningjar hafa látið til sín taka, þar á meðal í Muzaffarabad í Pakistanshluta Kasmírhéraðs sem varð mjög illa úti í skjálftanum, en talið er að allt að ellefu þúsund manns hafi látist þar. Erlent 23.10.2005 15:03
Albani enn í gæsluvarðhaldi Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins. Innlent 23.10.2005 15:03
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent