Erlent

Fiskur kemur í veg fyrir minnistap

Fiskmeti kemur í veg fyrir heilarýrnun, minnistap og önnur öldrunareinkenni sem fylgja hækkandi aldri að því er nýleg bandarísk rannsókn sýnir. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar kemur fram að að borði fólk fisk einu sinni í viku minnkar minnistap einstaklinga um 10-13 %. Rannsakendur segja að þetta megi þakka Omega þrjú fitusýrunum sem finnast eingöngu í fiski og því meira af þeim sem fiskurinn er feitari og nefna þeir til dæmis túnfisk og lax. Þeir segja Omega 3 fitusýrurnar mjög mikilvægar fyrir heilastarfsemi og viðhald heilafrumna og hægi því um leið á hrörnun heilans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×