Fréttir Formaður kjörinn einróma Ingólfur Sveinsson var einróma kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Sigrún Jónsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Innlent 23.10.2005 15:04 Engin kona forstjóri skráðu félagi Engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru aðeins sjö komma fjögur prósent stjórnarmanna. Nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði, hefur kynnt tillögur um hvernig fjölga megi konum í stjórnum fyrirtækja. Innlent 23.10.2005 15:04 Ríkissaksóknari kemur ekki að máli Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. Innlent 23.10.2005 15:04 Ríkisútgjöld hafa aukist Samtök atvinnulífsins segja að Ísland skeri sig úr meðal Norðurlanda að því leiti að ríkisútgjöld í hlutfalli við landsframleiðslu hafi aukist verulega. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndum hafi ríkisútgjöld farið lækkandi í hlutfalli við landsframleiðslu. Þá benda Samtök atvinnulífsins á í tilkynningu að þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir myndarlegum afgangi á fjárlögum hafi raunin oftast orðið önnur. Innlent 23.10.2005 15:04 Fundu töluvert af fíkniefnum Tveir karlmenn og tvær konur voru handtekinn í íbúð í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi eftir að hópur lögreglumanna og tollvarða, ásamt fíkniefnahundi, fann þar talsvert af fíkniefnum af öllum gerðum sem greinilega voru ætluð til sölu. Lögregla vill ekki gefa upp magnið en segir það vera talsvert. Innlent 23.10.2005 15:04 Sjö handteknir í Haag Hollenskir lögreglumenn umkringdu mikilvægar stjórnsýslubyggingar í höfuðborginni Haag í gær vegna gruns um að hryðjuverk væru í uppsiglingu. Ráðist var inn í hús og sjö manns handteknir í tengslum við málið. Erlent 23.10.2005 15:04 Danir hamstra fuglaflensulyf Ótti við fuglaflensu hefur gripið um sig í Danmörku og greinir danska blaðið <em>Politiken</em> frá því að Danir hamstri nú inflúenslyfið Tamiflu, en fréttir hafa borist af því að fuglaflensan hafi greinst í Evrópu. Þrjú þúsund pakkningar af lyfinu hafa seldust í ágúst og september samkvæmt Apótekarafélagi Danmerkur en á sama tímabili í fyrra var lyfið sent aftur til framleiðenda þar sem það seldist ekki. Erlent 23.10.2005 15:04 Stálu skipi en skiluðu því svo Sómalskir sjóræningjar sem fyrr í vikunni rændu flutningaskipi sem Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði á leigu hafa nú séð að sér og skilað fleyinu. Eigandi skipsins segist ekki hafa þurft að greiða neitt lausnargjald. Erlent 23.10.2005 15:04 Barði þungaða konu með kylfu Kona í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum barði þungaða nágrannakonu sína með hafnaboltakylfu í höfuðið, ók með hana út í skóg og reyndi að skera á kvið hennar til að ná ófæddu barninu út. 17 ára gamall piltur sem leið átti hjá er talinn hafa fælt konuna frá en hann hringdi á lögreglu sem handtók hana. Erlent 23.10.2005 15:04 Methiti árið 2005 um allan heim Árið 2005 er annað eða þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust. Vísindamenn segja veðurfarið sýna að hlýnun jarðar af völdum manna er vandamál. Erlent 23.10.2005 15:04 Fuglaflensan til Íslands næsta vor Fuglaflensutilvik hafa undanfarna daga komið upp í bæði Tyrklandi og Rúmeníu. Flest bendir til að fuglaflensa breiðist út um alla Evrópu næsta vor. Yfirdýralæknisembættið á Íslandi hefur fengið tæpar tvær milljónir króna til að rannsaka alifugla hérlendis og farfugla sem koma hingað næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:04 Eftirlaunafrumvarpið dýrt Aukinn kostnaður ríkisins vegna eftirlaunafrumvarpsins, sem tekur til alþingismanna, var um 650 milljónir króna árið 2004, samkvæmt fjársýslu ríkisins. Þegar Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri, lagði fram frumvarpið árið 2003, áætlaði hann að kostnaðaraukningin yrði um sex milljónir króna á árinu 2004. Innlent 23.10.2005 15:04 Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. Innlent 23.10.2005 15:04 Hefur öðlast trú á mannkynið á ný Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna um ef minnsti grunur er um að þau séu beitt ofbeldi. Þetta segir Thelma Ásdísardóttir sem hefur hrundið af stað vakningu gegn barnaofbeldi í samfélaginu. Innlent 23.10.2005 15:04 Forðist beina snertingu við fugla Embætti yfirdýralæknis sendi í dag frá sér leiðbeiningar til ferðamanna um það hvernig þeir skuli haga sér á ferðalögum þar sem fuglaflensa geisar og fuglar og alifuglar eru drepnir í stórum stíl. Innlent 23.10.2005 15:04 Útilokaði nánast Samfylkinguna Davíð Oddsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins gerði það eitt af sínum síðustu verkum sem formaður, í setningaræðu sinni á landsfundinum í gær, að nánast útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingunni, þegar þar að kemur. Innlent 23.10.2005 15:04 Fundu 3,5 tonn af kókaíni Lögreglan á Spáni hefur lagt hald á þrjú og hálft tonn af kókaíni sem fundust í fiskiskipi undan ströndum landsins. Lögreglan fékk ábendingu frá yfirvöldum í Bandaríkjunum en skipið var á leið frá Venesúela til Spánar þegar það var stöðvað. 10 manna áhöfn skipsins var handtekin. Erlent 23.10.2005 15:04 Nýtt tímarit um þjóðmál Bókafélagið Ugla hefur hafið útgáfu á nýju tímariti sem heitir Þjóðmál og mun koma út fjórum sinnum. Ritstjóri tímaritsins er Jakob F. Ásgeirsson og samkvæmt ritstjórnargrein hans er Þjóðmálum er ætlað að vera "vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu". Meðal efnis í 1. hefti má nefna að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, skrifar af vettvangi stjórnmálanna. Innlent 23.10.2005 15:04 Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58 Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04 Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04 Segjast hafa hamið fuglaflensu Tyrknesk yfirvöld segjast hafa náð að hemja útbreiðslu fuglaflensunnar en staðfest er að mannskætt afbrigði veirunnar hefur valdið fugladauða þar í landi. Landbúnaðarráðherra Tyrklands segir yfirvöld vera á varðbergi gagnvart því ef fuglaflensunnar verði vart í landinu en margir farfuglar sem fljúga á milli Afríku og Rússlands eiga leið um Tyrkland. Erlent 23.10.2005 15:04 Kjúklingabændur óttast fuglaflensu Kjúklingabændur innan Evrópusambandsins óttast hrun á markaðnum ef svokölluð fuglaflensa breiðist út í Evrópu. Ellefu milljón tonn af kjúklingakjöti eru framleidd á hverju ári og þar af er tíundi hlutinn seldur utan sambandsins. Um er að ræða markað upp á rúmlega sjötíu milljarða íslenskra króna. Starfsmenn á kjötsmarkaðnum í Rungis, rétt fyrir utan París, hafa tekið eftir sölutregðu og segja að salan hafi minnkað um tíu prósent síðan í októberbyrjun, miðað við árið í fyrra. Erlent 23.10.2005 15:04 Stoltenberg tekur við á mánudag Ný samsteypustjórn vinstriflokka tekur formlega við embætti í Noregi á mánudag, en miðju-hægristjórn Kjells Magne Bondevik sagði af sér í gær. Erlent 23.10.2005 15:04 Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04 Á annað hundrað í valnum Rússneskir her- og lögreglumenn kembdu í gær í gegnum Nalchik, héraðshöfuðborg Kákasushéraðsins Kabardino-Balkariya, í leit að meintum íslömskum uppreisnarmönnum sem á fimmtudag gerðu óvæntar árásir á stjórnsýslubyggingar og lögreglustöðvar í borginni. Að minnsta kosti 108 manns lágu í valnum eftir átökin. Erlent 23.10.2005 15:04 Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04 Hyggjast reisa tjaldborgir Pakistönsk yfirvöld hyggjast koma upp tjaldborgum fyrir hundruð þúsunda manna sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum í landinu fyrir tæpri viku. Tjaldborgunum verið komið upp á fimm stöðum nærri borgunum Islamabad og Rawalpindi og verður mat dreift þar ásamt því sem svæðið verður hitað upp. Erlent 23.10.2005 15:04 Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04 Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04 « ‹ ›
Formaður kjörinn einróma Ingólfur Sveinsson var einróma kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Sigrún Jónsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Innlent 23.10.2005 15:04
Engin kona forstjóri skráðu félagi Engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru aðeins sjö komma fjögur prósent stjórnarmanna. Nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði, hefur kynnt tillögur um hvernig fjölga megi konum í stjórnum fyrirtækja. Innlent 23.10.2005 15:04
Ríkissaksóknari kemur ekki að máli Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. Innlent 23.10.2005 15:04
Ríkisútgjöld hafa aukist Samtök atvinnulífsins segja að Ísland skeri sig úr meðal Norðurlanda að því leiti að ríkisútgjöld í hlutfalli við landsframleiðslu hafi aukist verulega. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndum hafi ríkisútgjöld farið lækkandi í hlutfalli við landsframleiðslu. Þá benda Samtök atvinnulífsins á í tilkynningu að þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir myndarlegum afgangi á fjárlögum hafi raunin oftast orðið önnur. Innlent 23.10.2005 15:04
Fundu töluvert af fíkniefnum Tveir karlmenn og tvær konur voru handtekinn í íbúð í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi eftir að hópur lögreglumanna og tollvarða, ásamt fíkniefnahundi, fann þar talsvert af fíkniefnum af öllum gerðum sem greinilega voru ætluð til sölu. Lögregla vill ekki gefa upp magnið en segir það vera talsvert. Innlent 23.10.2005 15:04
Sjö handteknir í Haag Hollenskir lögreglumenn umkringdu mikilvægar stjórnsýslubyggingar í höfuðborginni Haag í gær vegna gruns um að hryðjuverk væru í uppsiglingu. Ráðist var inn í hús og sjö manns handteknir í tengslum við málið. Erlent 23.10.2005 15:04
Danir hamstra fuglaflensulyf Ótti við fuglaflensu hefur gripið um sig í Danmörku og greinir danska blaðið <em>Politiken</em> frá því að Danir hamstri nú inflúenslyfið Tamiflu, en fréttir hafa borist af því að fuglaflensan hafi greinst í Evrópu. Þrjú þúsund pakkningar af lyfinu hafa seldust í ágúst og september samkvæmt Apótekarafélagi Danmerkur en á sama tímabili í fyrra var lyfið sent aftur til framleiðenda þar sem það seldist ekki. Erlent 23.10.2005 15:04
Stálu skipi en skiluðu því svo Sómalskir sjóræningjar sem fyrr í vikunni rændu flutningaskipi sem Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði á leigu hafa nú séð að sér og skilað fleyinu. Eigandi skipsins segist ekki hafa þurft að greiða neitt lausnargjald. Erlent 23.10.2005 15:04
Barði þungaða konu með kylfu Kona í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum barði þungaða nágrannakonu sína með hafnaboltakylfu í höfuðið, ók með hana út í skóg og reyndi að skera á kvið hennar til að ná ófæddu barninu út. 17 ára gamall piltur sem leið átti hjá er talinn hafa fælt konuna frá en hann hringdi á lögreglu sem handtók hana. Erlent 23.10.2005 15:04
Methiti árið 2005 um allan heim Árið 2005 er annað eða þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust. Vísindamenn segja veðurfarið sýna að hlýnun jarðar af völdum manna er vandamál. Erlent 23.10.2005 15:04
Fuglaflensan til Íslands næsta vor Fuglaflensutilvik hafa undanfarna daga komið upp í bæði Tyrklandi og Rúmeníu. Flest bendir til að fuglaflensa breiðist út um alla Evrópu næsta vor. Yfirdýralæknisembættið á Íslandi hefur fengið tæpar tvær milljónir króna til að rannsaka alifugla hérlendis og farfugla sem koma hingað næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:04
Eftirlaunafrumvarpið dýrt Aukinn kostnaður ríkisins vegna eftirlaunafrumvarpsins, sem tekur til alþingismanna, var um 650 milljónir króna árið 2004, samkvæmt fjársýslu ríkisins. Þegar Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri, lagði fram frumvarpið árið 2003, áætlaði hann að kostnaðaraukningin yrði um sex milljónir króna á árinu 2004. Innlent 23.10.2005 15:04
Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. Innlent 23.10.2005 15:04
Hefur öðlast trú á mannkynið á ný Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna um ef minnsti grunur er um að þau séu beitt ofbeldi. Þetta segir Thelma Ásdísardóttir sem hefur hrundið af stað vakningu gegn barnaofbeldi í samfélaginu. Innlent 23.10.2005 15:04
Forðist beina snertingu við fugla Embætti yfirdýralæknis sendi í dag frá sér leiðbeiningar til ferðamanna um það hvernig þeir skuli haga sér á ferðalögum þar sem fuglaflensa geisar og fuglar og alifuglar eru drepnir í stórum stíl. Innlent 23.10.2005 15:04
Útilokaði nánast Samfylkinguna Davíð Oddsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins gerði það eitt af sínum síðustu verkum sem formaður, í setningaræðu sinni á landsfundinum í gær, að nánast útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingunni, þegar þar að kemur. Innlent 23.10.2005 15:04
Fundu 3,5 tonn af kókaíni Lögreglan á Spáni hefur lagt hald á þrjú og hálft tonn af kókaíni sem fundust í fiskiskipi undan ströndum landsins. Lögreglan fékk ábendingu frá yfirvöldum í Bandaríkjunum en skipið var á leið frá Venesúela til Spánar þegar það var stöðvað. 10 manna áhöfn skipsins var handtekin. Erlent 23.10.2005 15:04
Nýtt tímarit um þjóðmál Bókafélagið Ugla hefur hafið útgáfu á nýju tímariti sem heitir Þjóðmál og mun koma út fjórum sinnum. Ritstjóri tímaritsins er Jakob F. Ásgeirsson og samkvæmt ritstjórnargrein hans er Þjóðmálum er ætlað að vera "vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu". Meðal efnis í 1. hefti má nefna að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, skrifar af vettvangi stjórnmálanna. Innlent 23.10.2005 15:04
Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58
Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04
Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04
Segjast hafa hamið fuglaflensu Tyrknesk yfirvöld segjast hafa náð að hemja útbreiðslu fuglaflensunnar en staðfest er að mannskætt afbrigði veirunnar hefur valdið fugladauða þar í landi. Landbúnaðarráðherra Tyrklands segir yfirvöld vera á varðbergi gagnvart því ef fuglaflensunnar verði vart í landinu en margir farfuglar sem fljúga á milli Afríku og Rússlands eiga leið um Tyrkland. Erlent 23.10.2005 15:04
Kjúklingabændur óttast fuglaflensu Kjúklingabændur innan Evrópusambandsins óttast hrun á markaðnum ef svokölluð fuglaflensa breiðist út í Evrópu. Ellefu milljón tonn af kjúklingakjöti eru framleidd á hverju ári og þar af er tíundi hlutinn seldur utan sambandsins. Um er að ræða markað upp á rúmlega sjötíu milljarða íslenskra króna. Starfsmenn á kjötsmarkaðnum í Rungis, rétt fyrir utan París, hafa tekið eftir sölutregðu og segja að salan hafi minnkað um tíu prósent síðan í októberbyrjun, miðað við árið í fyrra. Erlent 23.10.2005 15:04
Stoltenberg tekur við á mánudag Ný samsteypustjórn vinstriflokka tekur formlega við embætti í Noregi á mánudag, en miðju-hægristjórn Kjells Magne Bondevik sagði af sér í gær. Erlent 23.10.2005 15:04
Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04
Á annað hundrað í valnum Rússneskir her- og lögreglumenn kembdu í gær í gegnum Nalchik, héraðshöfuðborg Kákasushéraðsins Kabardino-Balkariya, í leit að meintum íslömskum uppreisnarmönnum sem á fimmtudag gerðu óvæntar árásir á stjórnsýslubyggingar og lögreglustöðvar í borginni. Að minnsta kosti 108 manns lágu í valnum eftir átökin. Erlent 23.10.2005 15:04
Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04
Hyggjast reisa tjaldborgir Pakistönsk yfirvöld hyggjast koma upp tjaldborgum fyrir hundruð þúsunda manna sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum í landinu fyrir tæpri viku. Tjaldborgunum verið komið upp á fimm stöðum nærri borgunum Islamabad og Rawalpindi og verður mat dreift þar ásamt því sem svæðið verður hitað upp. Erlent 23.10.2005 15:04
Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04
Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04